Sumarstarf - heimaþjónusta og fleira

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í heimaþjónustu. Starf í heima­þjónustu er um 60% en til greina kemur að ráða í allt að 100% starf og viðkomandi sinni þá öðrum verkefnum, t.a.m. á tjaldsvæði.

Í starfinu felst að sjá um almenn þrif í heimahúsum, fara sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, hefur almenna kunnátta við þrif og er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.

Umsóknum skal skilað, ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.