Þakkir fyrir snjóátak þann fyrsta apríl

Fréttir
Snjókarl
Snjókarl

Óljóst er á þessari stundu hvort einhverjir hafi fallið fyrir fyrsta apríl gabbi sveitarfélagsins en við sendum þó kærar þakkir til þeirra fjölmörgu aðila sem eflaust tóku þátt í að draga úr hæð snjóskafla sinna. Við bendum þó á það áður en einhverjir fara af stað í miklar aðgerðir við skafla sína sé það óþarfi og að nóg hafi víst verið um snjómokstur það sem af er vetri.