Þjóðarsáttmáli um læsi

Þjóðarsáttmáli um læsi milli Eyjafjarðarsveitar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins var undirritaður s.l. mánudag. Í sáttmálanum felst skuldbinding af hálfu beggja aðila um að vinna að framförum í lestri og læsi á næstu fimm árum. Þegar meðaltal síðustu fimm ára í lesskilningshluta samræmdra prófa í 10. bekk í íslensku í Hrafnagilsskóla eru gerðar sambærilegar við niðurstöður PISA frá 2012 þá ná 75% nemenda skólans því markmiði að geta lesið sér til gagns (gögn frá Menntamálastofnun 2015). Það er verkefni sveitarstjórnar, skólanefndar, Hrafnagilsskóla og Krummakots og foreldra að ná því marki að yfir 90% nemenda Hrafnagilsskóla nái að lesa sér til gagns. Sáttmálann má skoða hér.