Þorrablót Eyjafjarðarsveitar

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið 29. janúar í íþróttahúsi Eyjafjarðarsveitar. Húsið opnar kl. 19:45 og borðhald hefst kl. 20:30.

Glös verða á staðnum en annan borðbúnað verða gestir að taka með sér, ásamt auðvitað fullum trogum af góðgæti. Leggja má á mölina norðan við íþrótthúsið, en ekki á tjaldsvæðinu.

Hljómsveitin Í sjöunda himni mun skemmta gestum og leika fyrir dansi fram eftir nóttu.

Aldurstakmark er árgangur 1994.

Litaþemu:

Rauður - Hrafnagilshreppur

Grænn - Öngulsstaðahreppur

Blár - Saurbæjarhreppur

Sjáumst hress í réttum lit!

Kveðja, nefndin