Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 - miðasala

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 verður haldið með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardagskvöldið 30. janúar n.k.
Húsið opnar kl: 20:00 en dagskráin hefst stundvíslega kl: 20:45 með áti, glaumi og gleði. Munið að hafa nóg í trogunum og þar til gerð áhöld með (diska og hnífapör), glös verða á staðnum.

Pantaðir miðar verða seldir í anddyri sundlaugar Eyjafjarðarsveitar mánudagskvöldið 25. jan. og þriðjudagskvöldið 26. jan. milli kl 20:00 og 22:00. Einnig verða seldir miðar á skrifstofu sveitarinnar milli kl 10:00 og 14:00 sömu daga.

Miðaverð er 3500 kr. ATH! Ekki er tekið við greiðslu með greiðslukortum.