Tilboðsverð á lóðum í blómlegu sveitarfélagi

Í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit eru til sölu lóðir við Bakkatröð. Í innan við 300m fjarlægð frá Bakkatröð eru grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli, íþróttahús og sundlaug. Eyjafjarðarsveit er blómlegt sveitarfélag þar sem búa rúmlega 1.000 manns bæði í dreifbýli og þéttbýli. Sveitarfélagið er öflugt og veitir íbúum góða þjónustu. Lóðinar sem um ræðir eru annarsvegar raðhúsalóðir og hinsvegar einbýlishúsalóðir. Tilboðið gildir til 30. júní 2015 og upplýsingar eru veittar í síma 463-0600.