Tilkynning um borlok Norðurorku

Borun lokið við Hrafnagil og Botn

Eins og íbúar Eyjafjarðarsveitar hafa sjálfsagt tekið eftir hefur jarðborinn NASI frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða verið að störfum á svæðinu frá því í maí sl

Nú hefur borun verið hætt í 1.905 metra dýpi og bor og bormenn farnir af svæðinu.

Í stuttu máli sagt gekk borunin erfiðlega og er holan að gefa mjög lítið vatn þrátt fyrir örvunaraðgerðir. Fyrir liggur að holan verður ekki virkjuð og mun því verða minnisvarði um að ekkert er sjálfgefið í heitavatnsöflun, þrátt fyrir að borað sé í svæði þar sem vatn er í holum í nokkurra metra fjarlægð. Þar sem framkvæmd er nú lokið mun Norðurorka á næstu vikum fara í frágang á og við borsvæðið. Á heimasíðu Norðurorku má sjá nánari fréttir um málið.

Starfsfólk Norðurorku þakkar íbúum í Eyjafjarðarsveit kærlega fyrir gott samstarf í þessu verkefni sem og öðrum.