UMF Samherjar - Frístundaverkefni 2022

Fréttir

Ungmennafélagið Samherjar veitir íbúum Eyjafjarðarsveitar þjónustu þegar kemur að íþróttastarfi. Í sumar ætlum við að útvíkka þjónustuframboð okkar og bjóða upp á frístundaverkefni í samvinnu við Eyjafjarðarsveit og með stuðningi frá Norðurorku.

Við leitum að áhugasömum stjórnanda eða stjórnendum.
Um er að ræða 3 vikur eftir skólalok og tvær vikur fyrir upphaf skóla í ágúst. Verkefnið verður fyrir 1. – 4. bekk þar sem yngri krakkarnir eru fyrir hádegi frá kl. 08 - 12 en þau eldri eftir hádegi kl. 12 – 16.
Um tiltölulega ómótaða starfsemi er að ræða þar sem hægt er að flétta inn listsköpun, smiðjum, útiveru og leikjum. Viðkomandi mun vinna að dagskrá verkefnisins í samráði við stjórn UMF Samherja.
Til aðstoðar verða krakkar og flokkstjórar úr Vinnuskólanum og því þarf viðkomandi að geta borið ábyrgð á og stjórnað aðstoðarfólki í þágu barnanna.
Við leitum að skapandi og ábyrgðarfullum einstaklingi eða einstaklingum sem hafa reynslu af starfi með börnum og búa yfir hugmyndum um hvernig nýta má möguleika svæðisins til frístunda fyrir börn.

Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið samherjar@samherjar.is. Gaman væri að þar kæmu fram einhverjar hugmyndir um hvernig viðkomandi sjái fyrir sér verkefni af þessu tagi.

UMF Samherjar fékk styrk frá Norðurorku til að þróa frístundaverkefnið.