Umhverfisverðlaun 2013

Afhending umhverfisverðlauna
Afhending umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd veitti tvenn umhverfisverðlaun árið 2013. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr í tengslum við umgengni og umhirðu á sínu nánasta umhverfi. Að þessu sinni hljóta viðurkenningu ábúendur í Hleiðargarði þau Helga Sigurðardóttir og Þór Jóhannsson

Hleiðargarður

og eigendur Espilunds, þau Ásta Sveinsdóttir og Kristinn Jónsson.

Espilundur

Báðir þessir aðilar hafa unnið að uppbyggingu á sínu nánasta umhverfi af mikilli eljusemi.

Umhverfisnefnd vill nota tækifærið og hvetja íbúa sveitarinnar til áframhaldandi góðrar umgengni.