Umhverfisviðurkenningar fyrir 2007

Umhverfisnefnd hefur afhent umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2007. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilega umgengni á bújörð, skógrækt og áhuga á varðveislu minja, þau Leifur Guðmundsson og Þórdís Karlsdóttir eigendur og ábúendur í  Klauf.  Eigendur Samkomugerðis II, Baldvin Birgisson og Hanna María Skaftadóttir,  fengu viðurkenningu fyrir metnaðarfulla endurbyggingu eldra húss ræktun umhverfis.