Umsóknarfrestur vegna áhersluverkefna framlengdur til 31. janúar 2020

Fréttir

Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar Norðurlands eystra og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.

Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. Yfirlit yfir áhersluverkefni Eyþings má finna hér.

Horft verður til færri og stærri styrkja á sviði umhverfis-, menningar- og atvinnumála að þessu sinni. Fram þarf að koma lýsing á verkefninu ásamt mögulegri framkvæmd þess.

Hægt er að skila inn hugmyndum til 31. janúar 2020 á netfangið vigdis@eything.is og nálgast má umsóknareyðublað hér.