Varðveisla á norskum bústofnum

Bine Melby
Bine Melby
Fyrirlestur um varðveislu ákveðinna bústofna í Noregi verður haldinn á hátíðinni Uppskera og handverk 2007.

Bine Melby hefur um árabil sem starfsamaður Norska landbúnaðarsafnsins haft umsjón með skipulögðum aðgerðum til að koma í veg fyrir að ákveðnar tegundir og stofnar norskra húsdýra deyi út. Á níunda áratugnum hafði áhugi fyrir viðhalda stofnanna vikið fyrir auknum áhuga og áherslu á stofna, sem skiluðu meiri afurðum og ræktunin varð einsleitari. Nú hefur hins vegar áhuginn á varðveislu eldri stofna aukist aftur með áherslu á sérstaka eiginleika þessara dýra og afurða þeirra. Einstaka bændur vítt og breitt um Noreg hafa tekið þetta verkefni upp á sína arma og unnið ómetanlegt starf til að koma í veg fyrir að þessi dýr hverfi úr hópi norska húsdýra. Þess vegna eru þessi dýr nú sýnileg í auknum mæli í sínu eðlilega umhverfi en ekki eingöngu sem gripir á söfnum eins og algengt er í ýmsum öðrum löndum.

Bine Melby mun í fyrirlestri sínum gera grein fyrir þessu starfi og notkun á afurðum dýranna m. a. til framleiðslu á ýmiss konar þjóðlegu handverki.

Fyrirlesturinn mun vera á dagskrá hátíðarinnar Uppskera og handverk 2007 sem haldin verður í Hrafnagilsskóla. Fyrirlesturinn verður laugardaginn 11.ágúst klukkan 15 á veitingasvæði hátíðarinnar.