Viðbragðshópur um starsfemi skólanna fundaði í dag

Fréttir
Frá fundi viðbragðshóps
Frá fundi viðbragðshóps


Í dag hittust skólastjórnendur ásamt sveitarstjóra og oddvitum beggja lista til að skoða og skipuleggja næstu daga í starfsemi skólanna. Vinna mun eiga sér stað hjá skólastjórnendum í dag og fyrramálið og mun hópurinn hittast aftur klukkan 14 á morgun. Í kjölfar þess verða sendar út upplýsingar um starfsemina næstu daga bæði beint til foreldra sem og hér á heimasíðunni.

Vert er að hafa í huga að engar forsendubreytingar hafa átt sér stað á norðurlandi og ekki er vitað um nein smit vegna veirunnar hér á svæðinu. Mikilvægt er því um leið og borin er virðing fyrir útsendum tilmælum frá landlækni og ráðuneytum að íbúar haldi einnig ró sinni.

Ljóst er að mikill munur er á starfsemi skóla eftir staðsetningu þeirra á landinu, fjölda nemenda og skipulagi skólastarfs og umfang aðgerða því misjafnt. Margir starfshópar eru í gangi sem vinna að þessu málum og munum við birta þær upplýsingar sem eiga við um Eyjafjarðarsveit hér á heimasíðunni síðla dags á morgun, sunnudag.