Viðburðarvikan Húllumhæ í Eyjafirði

Vikuna 8.-15.ágúst næstkomandi verða fjöldi viðburða á dagskrá víða í Eyjafirði. Ferðaþjónustuaðilar, söfn og sýningarhaldarar tóku sig saman og auglýsa nú sérstaka viðburðaviku. Eins og flestir vita þá ber Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla uppá sömu helgi og Fiskidagurinn mikli svo það varð úr að gera enn og meira úr Eyjafirði í kringum þessa helgi. Nú er bara að virkja ættingja og vini í ferð í Eyjafjörð. Hérna má nálgast yfirlit yfir þessa viðburði.