Fréttayfirlit

Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi með 30 ára aldrustakmarki dagana 13.-17.júní

Líkt og undanfarin ár verður aldurstakmark og gæsla á tjaldsvæðinu í Hrafnagilshverfi í kringum Bíladaga á Akureyri. Dagana 13.-17.júní er tjaldsvæðið því lokað fyrir yngri en 30 ára og verður gæsla á svæðinu til þess að fylgja því eftir.
10.06.2023
Fréttir

40% starf í heimaþjónustu - framtíðarstarf

Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.
09.06.2023
Fréttir

Sundnámskeið

Í vikunni 19.-23. júní verður sundlaugin okkar hituð upp vegna sundnámskeiðs leikskólabarnanna okkar og þeirra sem byrja í skóla í haust. Við vonumst til að því verður sýndur skilningur en einnig er kjörið tækifæri til að kíkja með þau yngstu í sund þessa daga. Skráning barna á námskeiðið fer fram á Sportabler. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
07.06.2023
Fréttir

Starfskraftur óskast við þrif

Starfskraftur óskast við þrif á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og Félagsborg. Vinnutími sveigjanlegur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.
06.06.2023
Fréttir

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Sé ónæði af völdum katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri.
06.06.2023
Fréttir

Sleppingar 2023

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári. Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar. Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt. Sveitarstjóri.
05.06.2023
Fréttir

Könnun fyrir foreldra/forsjáraðila vegna þjónustu í þágu barna - The Child Services Survey - Ankieta dotycząca opieki nad dziećmi

Könnun fyrir foreldra/forsjáraðila vegna þjónustu í þágu barna Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að gera rannsókn sem mun leggja grunn að mati á árangri farsældarlaga. Einn liður í rannsókninni er að mæla reynslu foreldra/forsjáraðila af núverandi þjónustu sem veitt er í mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi, þannig að síðar verði hægt að meta hvort breyting hafi orðið á þjónustunni. Þetta er gert með því að bjóða öllum foreldrum/forsjáraðilum barna á Íslandi, á aldrinum 0 til 17 ára, að svara könnun um málefnið. Hvetjum foreldra/forsjáraðila til að taka þátt í könnuninni. Sjá upplýsingar um rannsóknina — See information about the study — Zobacz informacje o badaniu
26.05.2023
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Um er að ræða stöðu sérkennara í sérdeild unglingsstúlkna og kynsegin einstaklinga sem dvelja á meðferðarheimilinu Bjargeyju sem staðsett er á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Leitað er eftir kennara sem hefur reynslu af kennslu á unglingastigi. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg. Grunnskólakennari á unglingastig, afleysingastaða til eins árs Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Starfið felur aðallega í sér stærðfræðikennslu og umsjón með bekk á unglingastigi. Grunnskólakennari - íþróttakennari í hlutastarf Óskum eftir að ráða íþróttakennara í 50% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Í starfinu felst íþróttakennsla ásamt öðrum íþróttakennara. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að bæta við kennslu innan skólans í öðrum fögum. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk. Sýnir árangur í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Gott orðspor og krafa um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu. Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Nánari upplýsingar um kennarastöðuna í Bjargeyju veitir forstöðumaður Bjargeyjar, Ólína Freysteinsdóttir í gegnum netfangið, olina.freysteinsdottir@bofs.is. Upplýsingar um aðrar stöður veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um lausar stöður með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netföngin; hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2023. Forstöðumaður frístundar Óskum eftir að ráða forstöðumann frístundar í hlutastarf frá 1. ágúst 2023. Vinnutími er milli klukkan 14:00 og 16:00 alla virka daga og einhverja daga frá klukkan 12:00. Forstöðumaður frístundar starfar undir stjórn skólastjóra. Hann ber faglega ábyrgð á starfsemi frístundar, er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna í frístund. Hann hefur umsjón með skráningu barna og stendur skil á innheimtulistum þar að lútandi. Uppeldismenntun er æskileg. Leitað er eftir starfsmanni sem: Hefur reynslu af starfi með börnum. Sýnir metnað í starfi. Er fær og lipur í samskiptum. Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Hefur gott orðspor og gerð er krafa á að framkoma og athafnir á vinnustað sem samrýmist starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2023. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin; hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
26.05.2023
Fréttir

Espihóll, Eyjafjarðarsveit - kynning aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóli, í kynningu.
23.05.2023
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Sumarlokun bókasafnsins

Þá er sumarið vonandi á næsta leiti og því fylgir að almenningsbókasafnið lokar þar til í byrjun september. Miðvikudagurinn 31. maí er síðasti opnunardagur á þessu vori. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00 Miðvikudagar frá 14.00-17.00 Fimmtudagar frá 14.00-18.00 Föstudagar frá 14.00-16.00 Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu. Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði. Með sumarkveðju, bókavörður.
19.05.2023
Fréttir