Fréttayfirlit

Bjarki Ármann Oddsson nýr skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar

Bjarki Ármann Oddsson hefur verið ráðinn sem skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við starfinu af Stefáni Árnasyni þann 1.maí næstkomandi.
02.02.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa - Umsóknarfrestur er til 15. feb 2024

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa. ● Tveir kennarar í 100% ótímabundnar stöður á deild með yngri börnum. Leikskólakennara eða starfsmenn með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 79 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur ● Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. ● Færni í að vinna í stjórnendateymi. ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Góð íslenskukunnátta skilyrði. ● Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 15. feb 2024. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is  
29.01.2024
Fréttir

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – kynning tillögu á vinnslustigi

Opinn kynningarfundur vegna skipulagsverkefnisins Heiðarinnar fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2024. Um er að ræða rammahluta aðalskipulags sem Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur hafa sameinast um að vinna vegna áforma um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Vaðlaheiði. Á fundinum munu fulltrúar beggja sveitarfélaga og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillöguna og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum.
24.01.2024
Fréttir

Öryggi barna í bíl

"Ökumaður og farþegar í bíl eiga að vera með öryggisbeltin spennt. Það mega ekki vera fleiri í bílnum en hann er skráður fyrir og allir eiga að nota viðeigandi öryggisbúnað. Barn undir 135 cm verður að vera í viðurkenndum öryggisbúnaði sem hæfir hæð þess og þyngd. Í ökutækjum má einungis nota öryggis- og verndarbúnað fyrir börn sem uppfyllir kröfur samkvæmt reglum ECE nr. 44.04 eða 44.03. Sekta má ökumann sem ekki sér til þess að börn undir 15 ára aldri noti viðeigandi öryggisbúnað." Hér er hlekkur á síðu með nánari upplýsingum hjá Samgöngustofu, þar sem hægt er að nálgast bæði myndbönd sem textuð eru á íslensku, ensku og pólsku og svo einblöðunga sem eru til á íslensku, ensku, spænsku, tælensku, pólsku og filippseysku. Einblöðungar Umferðaröryggi leikskólabarna Öryggi barna í bíl - Íslenska Öryggi barna í bíl - Enska Öryggi barna í bíl - Spænska Öryggi barna í bíl - Tælenska Öryggi barna í bíl - Pólska Öryggi barna í bíl - Filippseyska
23.01.2024
Fréttir

Fundarboð 625. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 625. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. janúar 2024 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 405 - 2401004F 1.1 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 1.2 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis 1.3 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel 1.4 2210043 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022 Fundargerðir til kynningar 2. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 13. fundar - 2401005 3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 941 - 2401010 4. Norðurorka - Fundargerð 293. fundar - 2401014 Almenn erindi 5. Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps - Eignarhlutur í Sólgarði - 2305013 23.01.2024 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
23.01.2024
Fréttir

Þorrablót 2024 - Miðaafhending og sala

Miðaafhending og sala í íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 24. janúar kl. 16-20 og fimmtudaginn 25. janúar kl. 18-22. Enginn posi á staðnum, en hægt að millifæra.
22.01.2024
Fréttir

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar - Miðasölu lýkur 21. janúar kl. 23:59

Miðasölu lýkur sunnudaginn 21. janúar kl. 23.59. Smellið á hlekkinn sem fylgir hér með og pantið miða sem allra fyrst. MIÐAPANTANIR HÉR
18.01.2024
Fréttir

Þorrablót - Seinni dagur símasölu er í dag 17.01.24

Seinni dagur símasölu er í dag, þeir sem ætla að nýta sér þann ágæta samskiptamiðil eru vinsamlegast beðnir um að halda símastúlkunum okkar upptekum í dag. Það eru ekki þrjár stuttar, ein löng og tvær stuttar, heldur alvöru símanúmer sem lesa má sér til um hér fyrir neðan. Koma svo!!
17.01.2024
Fréttir

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2024 - Miðapöntun

Hér er hægt að panta miða á hið eina sanna Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2024. Þorrablótið verður haldið laugardaginn 27. janúar og húsið opnar kl. 19:00. Þorramatur kemur frá Bautanum og er hann innifalinn í verði, veislustjóri verður Sverrir Þór Sverrisson og hljómsveit kvöldsins verður Landabandið. Miðinn kostar 13.000 kr. Miðaafhending og sala fer fram 24. janúar milli kl. 16:00 og 20:00 og 25. janúar á milli kl. 18:00 og 22:00 og fer hún fram í anddyri Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Þá þarf að greiða fyrir miðana. ATHUGIÐ AÐ EKKI er posi á staðnum en tekið er við millifærslum. Athugið að mikilvægt er að gefa upp tölvupóstfang sitt, en allir sem panta fá staðfestingarpóst (athugið að hann gæti lent í ruslpóstinum). Nóg er að fá nafn og símanúmer þess sem pantar miðana. Mest er hægt að panta 15 miða í einu. Nefndin áskilur sér rétt á að takmarka fjölda miða per pöntun ef eftirspurn fer fram úr hófi. Yfirmaður miðasölu er Helga Sigfúsdóttir, ef þið lendið í einhverju veseni eða hafið einhverjar spurningar endilega heyrið í Helgu í síma 892 5307 eða í tölvupósti torrablotesveit@gmail.com. https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScxljMO6pqds0r4Xc6TStzdTWOTIN3ekQJcgULlR4s4fQinlQ/viewform
12.01.2024
Fréttir

Kröftugt samfélag og spennandi tímar

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar. Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi.
09.01.2024
Fréttir