Fréttayfirlit

Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er rúmir 6 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB13. Skipulagssvæðið afmarkast af lóð gistiheimilisins Hafdals hotel í vestri, landamerkjum Ytri-Varðgjár í norðri og skipulagsmörkum fyrri áfanga íbúðarsvæðis ÍB13 í suðri.
30.03.2020
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Eins og staðan er í dag er bókasafnið eingöngu opið á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum frá kl. 16:00-19:00. Þetta getur þó breyst með mjög stuttum fyrirvara og verður þá auglýst á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: esveit.is.
27.03.2020
Fréttir

Kaffispjall með sveitarstjóra í netheimum

Kæru sveitungar. Í dag klukkan 12:30 - 13:00 verð ég með opið fyrir óformlegt kaffispjall í fjarfundarbúnaði fyrir þá sem áhuga hafa á. Það er um að gera að skrá sig inn ef þið hafið spurningar á þessum sérkennilegu tímum. Sumu hef ég mögulega svar við og eflaust koma upp gagnlegar spurningar eða athugasemdir sem gott er að fá til að vinna úr.
27.03.2020
Fréttir

Krakkarnir í Eyjafjarðarsveit - myndband

Þau þekkjast vel, eru opin og skemmtileg krakkarnir í Eyjafjarðarsveit. Þau eru dugleg að eðlisfari og hugsa vel um náungann enda samfélagsandinn stór hluti af íbúum sveitarfélagsins.
26.03.2020
Fréttir

Vegna heimsendingar á matvörum

Af gefnu tilefni er æskilegt að benda þeim sem stefna á að nýta sér heimsendingu á matvörum á vegum sveitarfélagsins að þriggja daga afgreiðslufrestur er á pöntunum í Nettó þessa dagana vegna mikils álags.
25.03.2020
Fréttir

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst. Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2020. Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 601 Akureyri.
25.03.2020
Fréttir

Laus staða við Hrafnagilsskóla

Hlutastaða kennara í tónmennt, afleysing til eins árs. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastöðu.
25.03.2020
Fréttir

FUNDARBOÐ 546. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

546. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 26. mars 2020 og hefst kl. 15:00
24.03.2020
Fréttir

Heimsending á matvörum til áhættuhópa á tíðum Covid19

Kæru sveitungar, á fundi sínum ákvað sveitarstjórn að sveitarfélagið muni sjá til þess að þeir sem í áhættuhópi eru geti leitast eftir að fá aðstoð með heimsendingu á matvælum. Hér eru frekari upplýsingar um útfærsluna og hvernig hægt er að sækja um þjónustuna.
24.03.2020
Fréttir

Íþróttamiðstöð, líkamsrækt og sundlaug loka

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar hefur nú verið lokað fyrir almennri umferð vegna samkomubanns. Á þetta einnig við um aðgang að sundlaug og líkamsræktaraðstöðu.
23.03.2020
Fréttir