Fréttayfirlit

Valdi lýkur sínu frábæra starfi við mötuneyti Eyjafjarðarsveitar

Það verður eflaust söknuður hjá mörgum þar sem Valdemar Valdemarsson "Valdi", matreiðslumeistari, lætur nú eftir mötuneyti Eyjafjarðarsveitar en föstudaginn 12.júlí reiðir hann formlega fram sínar síðustu veitingar sem verktaki mötuneytisins.
11.07.2019

Reynslulokun við Laugartröð

Sveitarfélagið hefur nú sett vegtálma á Laugartröð sem loka götunni fyrir gegnumakstri vestan við Laugarborg. Síðastliðna daga hafa krakkarnir í vinnuskólanum málað tálmana með gulri málningu svo þeir verði áberandi fyrir vegfarendur.
05.07.2019

Þjóðgarður á miðhálendinu - Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar

Þann 26. ágúst næstkomandi mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs halda opinn fund í Stórutjarnarskóla. Þar verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu nefndarinnar, sem skila á skýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.
05.07.2019

Eðal kaffihlaðborð í Funaborg

Kvenfélagið Hjálpin verður með kaffihlaðborð í Funaborg sunnudaginn 7. júlí kl. 13:30-16:30.
21.06.2019

Fundarboð 533. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

533. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 20. júní 2019 og hefst kl. 15:00
20.06.2019

Skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir athafnasvæði í landi Stokkahlaða. Svæðið er auðkennt AT4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og mun deiliskipulagið taka til byggingar tveggja húsa sem nýtt verða sem atvinnu- og geymsluhúsnæði. Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 18. júní 2019 til og með 2. júlí 2019. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, esveit.is.
19.06.2019
Deiliskipulagsauglýsingar

Kynningarfundur - breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur verður haldinn í Hlíðarbæ 6. júní 2019 klukkan 20:00 þar sem skipulagstillaga og umhverfisskýrsla vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar, drög, liggja nú frammi til kynningar, m.a. á www.afe.is.
31.05.2019
Svæðisskipulagsauglýsingar

Kynning á skipulagstillögu svæðisskipulags Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar afgreiddi á fundi sínum 7. maí s.l. til kynningar drög að skipulagstillögu og umhverfisskýrslu vegna breytinga á svæðisskipulagi. Tillagan verður síðan send sveitarstjórnum til staðfestingar að lokinni kynningu sem stendur yfir út júní.
31.05.2019
Svæðisskipulagsauglýsingar

Kaffihlaðborð

Kvenfélagið Hjálpin verður með stórglæsilegt kaffihlaðborð á Hrísum í Eyjafjarðasveit, 2 júní nk. frá kl. 13.30-16.30. Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1.000 kr. fyrir 7-12 ára og 2.000 kr. fyrir 12 ára og eldri.
29.05.2019

Fjölskyldusirkushelgi í Eyjafjarðarsveit

Húlladúllan heimsækir Eyjafjarðarsveit helgina 25.-26. maí með hina frábæru fjölskyldusirkushelgi. Við munum njóta helgarinnar saman í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, læra nýja og spennandi hluti, hlæja, svitna og gleðjast. Dagskráin er sérstaklega sniðin að því að fjölskyldan og samfélagið geti öll tekið þátt saman burtséð frá aldri og stærð.
22.05.2019