Fréttayfirlit

Jódísarstaðir íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. október 2023 að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Jódísarstaði í Eyjafjarðarsveit í kynningarferli skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að íbúðarsvæðið ÍB25 við Jódísarstaði stækkar til norðurs um 4 ha, inn á svæði sem er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Íbúðarsvæðið ÍB25 er 13,5 ha að stærð skv. gildandi aðalskipulagi en verður 17,5 ha. Vegna stækkunar svæðisins fjölgar íbúðum á svæðinu úr 10 í um 20. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 8. og 22. nóvember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 787/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 22. nóvember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
02.11.2023
Fréttir

Frestur til að sækja um styrk 2023 er til og með 15. desember 2023

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2023 Lýðheilsustyrkur eldri borgara Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.
31.10.2023
Fréttir

Landsátak í sundi 1.-30. nóvember 2023

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem er öllum landsmönnum opið. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nýta sundið og þær flottu sundlaugar sem er að finna um land allt. Syndum - Landsátak í sundi, er framhald af Íþróttaviku Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íslendingar hafa verið duglegir að stunda sund enda búum við vel að góðum sundlaugum um allt land. Sund er fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er tilvalin þjálfunaraðferð til að styrkja hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans en er einnig frábær og skemmtileg tómstundaiðja sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Syndum saman í kringum Ísland. Allir skráðir sundmetrar safnast saman og verða sýnilegir á forsíðu www.syndum.is Þar verður einnig hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland. Á síðunni má jafnframt finna skemmtilegan fróðleik og upplýsingar um allar sundlaugar landsins. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn. Þeir sem skrá sig og taka þátt eiga möguleika á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga. Skráning verður gerð virk þann 1. nóvember.
27.10.2023
Fréttir

Slökkt verður á götulýsingu í Hrafnagilshverfi vegna Hrekkjavöku í dag 27. okt.

Vegna Hrekkjavöku verður slökkt á götulýsingu í Hrafnagilshverfi í dag 27. okt. milli kl. 18:00 og 21:00 nema ekki á Eyjafjarðarbraut vestri í gegnum hverfið. Sjá nánar um Hrekkjavöku í hverfinu hér https://www.esveit.is/is/mannlif/vidburdir/hrekkjavokuhatid  Allir velkomnir.
27.10.2023
Fréttir

Fundarboð 619. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 619. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. október 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 140 - 2310004F 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399 - 2310005F 2.1 2306003 - Brúnaholt - umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús 2.2 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 2.3 2309044 - Hvítbók um skipulagsmál 2.4 2310008 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags 2.5 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi Fundargerðir til kynningar 3. HNE - Fundargerð 231 - 2309036 4. Norðurorka - Fundargerð 289. fundar - 2309039 5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 934 - 2310019 6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 935 - 2310026 7. SSNE - Fundargerð 55. stjórnarfundar - 2310020 Almenn erindi 8. Okkar heimur góðgerðarsamtök - Fjölskyldusmiðjur á Akureyri - 2310016 9. Umboðsmaður barna - Boð á barnaþing 16.-17. nóvember 2023 - 2310017 10. Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli - 2201017 11. Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - 2205018 12. Skólastefna Eyjafjarðarsveitar - 2310027 13. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012 24.10.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
24.10.2023
Fréttir

Minning Birgir Þórðarson

Í dag fer fram útför Birgis Þórðarsonar fyrrverandi oddvita Eyjafjarðarsveitar. Birgir var oddviti Öngulsstaðahrepps um árabil. Hann vann að sameiningu hreppanna sunnan Akureyrar sem mynduðu Eyjafjarðarsveit 1. janúar 1991. Birgir var fyrsti oddviti Eyjafjarðarsveitar og gengdi því embætti til 1998. Eyjafjarðarsveit þakkar Birgi mikið og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.
20.10.2023
Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem upp er komin hjá bændum.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ályktaði um stöðu bænda á fundi sínum þann 12.október þar sem fram kemur að sveitarstjórn hefur miklar áhyggjur af stöðu þeirra. Ályktunina má lesa í fréttinni hér að neðan.
19.10.2023
Fréttir

Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa 2023

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár verður haldin minningarathöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi sunnudaginn 19. nóvember. Öll eru velkomin. Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar munu einnig standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land, sunnudaginn 19. nóvember og verður streymt frá einhverjum þeirra á Facebooksíðum björgunarsveita og slysavarnadeilda. Að baki minningardeginum standa auk Samgöngustofu, innviðaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan og Vegagerðin. Útvarpsstöðvar landsins sameinast í spilun á When I think of angels Lagið When I think of Angels er orðið einkennislag minningardagsins hér á landi. Það er samið af KK (Kristjáni Kristjánssyni) og sungið af systur hans Ellen. Kristján samdi lagið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í bandaríkjunum árið 1992. Allar útvarpsstöðvar landsins með beinar útsendingar munu sameinast í spilun lagsins kl. 14:00 á minningardeginum. Upplýsingar um dagskrá og væntanlega viðburði Sjá nánar hér 
16.10.2023
Fréttir

Styrkir vegna varmadæla í Eyjafjarðarsveit

Eyjafjarðarsveit veitir fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit í því skyni að setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði þar sem föst búseta (lögheimili) er skráð á þeim svæðum sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Styrkurinn er hugsaður til þess að styrkja eigendur og íbúa viðkomandi fasteigna til þess að setja upp varmadælu þar sem því verður ekki komið við að nýta hitaveitu tæknilega eða með hagkvæmum hætti fjárhagslega. Skilyrði styrks Eyjafjarðarsveit styrkir þinglýstan eiganda íbúðarhúsnæðis sem hyggst ráðast í framkvæmd vegna varmadælu til orkusparnaðar. Skilyrði er að umrædd fasteign njóti nú þegar niðurgreiðslu til húshitunar og að framkvæmdin hljóti styrk frá Orkustofnun. Styrkur fæst eingöngu til kaupa á varmadælu og efni tengdu henni innan tæknirýmis. Ekki er veittur styrkur til efniskaupa á lögnum í húsi eða breytingar á lögnum sem fyrir eru utan tæknirýmis þrátt fyrir að það séu afleiðingar af uppsetningu varmadælunnar. Upphæð styrks Eyjafjarðarsveit styrkir eiganda fasteignar um allt að 50% af efniskostnaði samkvæmt ofangreindu sem fellur á eiganda fasteignar eftir að styrkur frá Orkustofnun hefur verið greiddur og aðrar niðurgreiðslur sem við eiga, þó getur styrkur frá sveitarfélaginu aldrei orðið hærri en 500.000 krónur. Samþykki styrks og greiðsla Umsækjandi skilar inn undirritaðri styrkumsókn til Eyjafjarðarsveitar þar sem framkvæmdinni eru gerð skil. Umsókninni skulu fylgja allar viðeigandi kvittanir, samningur við Orkustofnun og staðfesting á greiðslu styrks frá Orkustofnun til sama verkefnis. Aðilar geta sótt um styrkinn með því að hafa samband við skirfstofu sveitarfélagsins eða með því að fylla út umsóknina á heimasíðunni en slóðina má nálgast hér.
13.10.2023
Fréttir

Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar. Sveitarstjóri.
13.10.2023
Fréttir