Eyjafjar­arsveit Nor­urland - North Iceland

I. HUNDAHALD1. gr.Hunda- og kattahald Ý l÷gsagnarumdŠmi Eyjafjar­arsveitar er hß­ leyfi og bundi­ ■eim skilyr­um, sem nßnar eru tilgreind Ý sam■ykkt

Sam■ykkt um hunda- og kattahald

I. HUNDAHALD

1. gr.
Hunda- og kattahald í lögsagnarumdæmi Eyjafjarðarsveitar er háð leyfi og bundið þeim skilyrðum, sem nánar eru tilgreind í samþykkt þessari og ber eigendum og umráðamönnun þessara dýra  að fara að fyrirmælum samþykktarinnar í einu og öllu.

2. gr.
Lögráða eiganda eða umráðamanni er skylt að skrá hunda sem eru eldri en 3ja mánaða á skrifstofu sveitarfélagsins. Þar skal skrá nafn og lögheimili eiganda eða umráðamanns og heiti hunds, aldur, kyn, litarhátt og eftir atvikum önnur einkenni. Við skráningu skal hundurinn hafa verið örmerktur.

3. gr.
Við skráningu hunds skal framvísa vottorði um ábyrgðartryggingu viðurkennds tryggingafélags og skal tryggingin ná til alls þess tjóns sem hundurinn kann að valda. Þegar fyrirhugað er að halda hund í fjölbýlishúsi er skylt að leggja fram skriflegt samþykki annara íbúa og/eða eigenda, sem hafa sameiginlegan inngang, stigagang eða annað sameiginlegt húsrými. Við skráningu skal eiganda afhent eintak af samþykkt þessari.

4. gr.
Eigandi eða umráðamaður skulu gæta þess vel að hundurinn valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, nema í fylgd með manni sem hefur fulla stjórn á honum. Eigandi er ábyrgur fyrir því tjóni sem hundur hans sannanlega veldur. Ef hundur veldur nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni, þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Þeim, sem hefur hund í för með sér, er skylt að fjarlægja saur, sem hundurinn lætur eftir sig á almannafæri.

5. gr.
Óheimilt er að fara með hunda inn í verslanir, matvælavinnslur, veitingastaði, samkomuhús, skóla, leikvelli, almennar skrifstofur, snyrtistofur, íþróttastöðvar, heilbrigðisstofnanir og aðra sambærilega staði. Þegar hundur er í festi á húslóð, skal lengd festarinnar við það miðuð, að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins. Óviðkomandi skulu ekki gefa sig að hundum, hvorki með klappi né öðru atferli, nema með leyfi eiganda eða umráðamanns. Hundahald er óheimilt í húsnæði sveitarfélagsins nema með sérstöku leyfi sveitarstjóra.

6. gr.
Ef hundur hverfur frá heimili sínu skal eigandi eða umráðamaður gera ráðstafanir til að finna hundinn. Eftirlitsmaður með dýrahaldi skal handsama hund, sem eru óleyfilegur eða gengur laus á almannafæri og auglýsa að hann hafi verið tekinn í vörslu. Hafi hundsins ekki verið vitjað innan 7 daga frá birtingu auglýsingar skal ráð-stafa honum  til nýs ábyrgs eiganda eða hann aflífaður. Kostnaður vegna handsömunar
og vörslu á hundi skal greiddur af eiganda eða forráðamanni. Heimilt er að lóga hættulegum hundum þegar í stað.

7. gr.
Eigendur hunda skulu sjá til þess að hundar þeirra séu ormahreinsaðir árlega. Fyrir lok jan. ár hvert skal hundeigandi framvísa á skrifstofu sveitarfélagsins vottorði um ormahreinsun og staðfestingu á endurnýjun ábyrgðartryggingar. Hvatt er til reglulegra bólusetninga hunda gegn helstu smitsjúkdómum þeirra.

8. gr.
Greiða skal í sveitarsjóð árlegt gjald vegna hundahalds samkvæmt gjaldskrá.  Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd. Gjaldskráin skal birt í B-deild Stjórnartíðinda.
 

KATTAHALD

9. gr.
Eigandi og umráðamenn skulu gæta þess að kötturinn valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef köttur veldur nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni, þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Kattaeigendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem kettir þeirra sannanlega valda. Foreldrar eru ábyrgir fyrir köttum ólögráða barna sinna.

10. gr.
Alla ketti skal merkja með ól um hálsinn, eða á annan sambærilegan hátt, þar sem fram koma upplýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer.

11. gr.
Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.

12. gr.
Ketti skal ormahreinsa reglulega, þ.e.a.s. einu sinni á ári, eða oftar eftir þörfum. Eigendur skulu halda til haga vottorðum um reglulega ormahreinsun katta. Hvatt er til reglulegra bólusetninga katta gegn helstu smitsjúkdómum þeirra.

13. gr.
Ef köttur hverfur frá heimili sínu skal eigandi eða umráðamaður gera ráðstafanir til að finna köttinn. Eftirlitsmanni með dýrahaldi er heimilt að handsama kött, sem undan er kvartað. Auglýsa skal handsömun kattar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 daga frá birtingu auglýsingarinnar skal honum ráðstafað til nýs ábyrgs eiganda eða hann aflífaður. Kostnaður vegna handsömunar og vörslu á ketti skal greiddur af eiganda. Dýraeftirlitsmanni  er heimilt að eyða ómerktum flækingsköttum.


ÖNNUR  ÁKVÆÐI.

14. gr.

Eigendur og forráðamenn hunda eða katta skulu sæta skriflegri áminningu fyrir brot á samþykkt þessari. Sveitarstjórn er heimilt að banna eða takmarka rétt viðkomandi til dýrahalds af þessum toga ef fyrir liggja skriflegar kvartanir um ónæði eða hættu sem dýrin eru sannanlega völd  að.

15. gr.
Eftirlitsmaður með dýrahaldi í Eyjafjarðarsveit  annast framkvæmd og eftirlit með hunda-,og kattahaldi í umboði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra og getur hann leitað aðstoðar lögregluyfirvalda þegar þörf krefur. Sveitarstjórn getur sett nánari reglur um framkvæmd samþykktar þessarar, s. s. um eftirlit, hreinsun o. fl. Um brot gegn samþykkt þessari fer samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með áorðnum breytingum.

16. gr.
Samþykkt þessi, sem samin hefur verið af sveitarstjórn  Eyjafjarðarsveitar og samþykkt af heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra, staðfestist hér með skv. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með áorðnum breytingum, til að öðlast gildi þegar við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi eldri samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit.

Samþykkt þessi var staðfest af umhverfisráðuneytinu 28. apríl 2004.

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins