Foreldrafélög eru starfandi við Hrafnagilsskóla, eitt fyrir Leikskólann Krummakot og annað fyrir Hrafnagilsskóla grunnskóladeild.
Mynd: Skólaárið 2011-2012 átti Ragnheiður Pétursdóttir á Sléttu
21 afkomanda í Hrafnagilsskóla leik- og grunnskóladeildum.
Allir foreldrar barna í Hrafnagilsskóla eru félagsmenn í Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla. Fimm manna stjórn er kosin á aðalfundi ár hvert. Félagið er í senn samráðsvettvangur foreldra og vettvangur fyrir ýmiskonar fræðslustarf sem tengist skólastarfi og barnauppeldi. Þá er einnig starfandi skólaráð við Hrafnagilsskóla sem skipað er fulltrúum nemenda, foreldra, skólasamfélags og starfsmanna auk skólastjóra.
Foreldrafélag er starfandi við Leikskólann Krummakot og er það skipað fimm manna stjórn sem kosin er á aðalfundi á hverju hausti. Allir
foreldrar barna verða sjálfkrafa félagar um leið og barn þeirra hefur leikskólavist. Markmið foreldrafélagsins er að efla tengsl foreldra við
starf leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Einnig er starfandi foreldraráð við leikskólann sem skipað er þremur
fulltrúum.