Sveitarstjˇrn 205. fundur

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Sveitarstjˇrn 205. fundur

205. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 14. maí 2002, kl. 16:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valdimar Gunnarsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir, Jón Jónsson, Dýrleif Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán Árnason.

 

 

1. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2001, síðari umræða
Helstu niðurstöður úr reikningnum eru:
a) Peningaleg staða er neikvæð um kr. 85.952.768.-
b) Veltufjárhlutfall er 2,09.
c) Heildarskuldir eru kr.153.030.912.-
d) Til reksturs málaflokka fóru 79% af skatttekjum.

Reikningur var samþykktur samhljóða.

 

2. Staðfesting á samningi um rekstur byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis, samningurinn gerir ráð fyrir sameiningu byggingarnefnda austur- og vestursvæðis í eina.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

 

3. Erindi Vatnsveitufélags Kaupangssveitar dags. 10. maí 2002, beiðni um styrk til framkvæmdanna
Erindinu fylgir rekstrar- og stofnkostnaðaráætlun.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að styrkja framkvæmdina um 50% af stofnkostnaði vegna brunavarna sem áætlaður er kr. 2.240.000.-
Styrkurinn verður greiddur árin 2002 og 2003, kr. 560.000.- hvort ár.
J.J. og A.J. sátu hjá.
J.J. óskaði eftir að fram kæmi að hann væri hlyntur brunavörnum en hefði viljað sjá að fyrir lægi áætlun um brunavarnir í öllu sveitarfélaginu.

 

4. Erindi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis dags. 30. apríl 2002, beiðni um styrk
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.

 

5. Skógræktarfélag Íslands, erindi dags. 2. maí 2002, í erindinu er leitað eftir fjárstuðningi til úttektar á Landgræðsluskógaverkefninu
Samþykkt að hafna erindinu.

 

6. Fundargerð handverkssýningarstjórnar, dags. 18. apríl 2002, 2. fundur ársins
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Fundargerð skipulagsnefndar, 18. fundur, 30. apríl 2002, 2. liður, afgreiðslu frestað á

síðasta fundi
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu að smábýlum í landi Hólshúsa, enda leggji landeigendur/hönnuðir fram fullnægjandi gögn um gatnakerfi, fráveitu- og aðveitulagnir þegar sótt er um byggingarleyfi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi tillögunnar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:05

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins