Fer­amßlafÚlagi­ a­alfundur 8.1.2014

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Fer­amßlafÚlagi­ a­alfundur 8.1.2014

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar haldinn 8. janúar 2014 á Silvu kl: 12.00
Fundinn sátu:
Karl og Guðný – Lamb-inn, Einar – Kaffi Kú, Guðmundur – Holtssel, Hadda – Dyngjan,
Sigurhanna – Álfagalleríið, Sigríður – Álfagalleríið, Ingibjörg – Sundlaug Esveitar, Kristín – Silva,
Ester – Handverkshátíð, Berglind - Hrafnagil, Jóhanes – Öngulstaðir, Elísabet – Hóll,
Anna – Brúnalaug.
Fundargerð ritaði: Kristín Kolbeinsdóttir


Setning fundar og kjör ritara
Guðmundur setti fundinn og Krístín bauð sig fram sem ritara.

Dagskrá fundarins:
1.    Skýrsla stjórnar
Skýrsla stjórnar liggur ekki fyrir.
2.    Reikningar
Reikningar stjórnar liggja ekki fyrir.
3.    Kosning stjórnar og varamanns
Nýjir stjórnarmenn voru valdir Karl Jónsson – Lamb Inn, Guðrún Hadda Bjarnadóttir – Dyngjan og Berglind Mari Valdemarsdóttir – Smámunasafnið. Varamaður var kosinn Guðmundur Jón Guðmundsson – Holtsseli.
4.    Önnur mál

 • Ester kynnti hver þátttaka sveitarfélagsins er varðandi greiðslur á kostnaði við upplýsingaskilti. Skiltin skulu vera stöðluð með þjónustumerkjum og í samræmi við reglur um umferðamerki, en þó megi merki (logo) viðkomandi aðila vera á skiltinu. Sveitarfélagið stykir slíkt skilti og greiðir 50% af kostnaðinum en þó að hámarki 50.000 kr.
 • Ester hvatti alla félagsmenn til að senda inn myndir í uppýsingabækling ferðaþjónustuaðilanna sem fyrirhugað er að verði gefinn út í maí 2014.
 • Karl fékk afhent hugmyndir „vetrarhópsins“ sem unnar voru á vöruþróunarfundi sem haldinn var með Markaðsstofu Norðurlands þann 28. nóvember.
 • Ræddir voru viðbúrðir á vegum sveitarfélagsins og ferðaþjónustuaðila Esveitar:
  - Páskar í sveitinni (apríl)
  - Sumardagurinn fyrsti  (apríl)
  - Fíflahátíð  (júní)
  - Handverkshátíð (ágúst)
  - Göngur og réttir (sept/okt)
  - Jólamarkaður í Dyngjunni (desember)
  - Prúðbúnir póstkassar (tilvalið að allir séu tilbúnir sumardaginn fyrsta)


Næsti fundur verður félagsfundur og haldinn 5. febrúar kl: 10 í Félagsborg

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins