Fer­amßlafÚlagi­ 1. stjˇrnarfundur 22.1.2014

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Fer­amßlafÚlagi­ 1. stjˇrnarfundur 22.1.2014

Fundargerð 1. fundar stjórnar Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar.
Fundur haldinn í stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, miðvikudaginn 22. janúar 2014 kl. 14.00 að Öngulsstöðum.
Mætt voru Berglind Mari, Guðrún Hadda og Karl sem ritar fundargerð.

Dagskrá:
1.    Verkaskipting stjórnar
2.    Ýmis formsatriði
3.    Félagatal
4.    Íþróttatengd ferðaþjónusta
5.    Verkefnin framundan
6.    Önnur mál

1.    Verkaskipting stjórnar
Samþykkt að Berglind Mari verði gjaldkeri og Karl Jónsson verði formaður. Hann riti jafnframt fundargerðir.

2.    Ýmis formsatriði
a.    Skrifað undir umsókn um skráningu til Fyrirtækjaskrár RSK og samþykktir félagsins.
b.    Hægt er að sækja um bankareikning þegar kennitalan er komin. Samþykkt að Íslandsbanki verði viðskiptabanki félagsins og ræðst það af persónulegum viðskiptabanka gjaldkera.
c.    Samþykkt að fundargerðir verði sendar út á stjórn til samþykktar og eftir það á alla félagsmenn og til birtingar á heimasvæði félagsins á esveit.is.
d.    Ferðamálafélagið hefur fengið heimasvæði undir ferðaþjónustutenglinum á esveit.is. Formanni falið að útfæra heimasíðuna í samráði við verkefnastjóra sveitarfélagsins. Stjórnin þakkar sveitarfélaginu heilshugar fyrir þetta tækifæri.
e.    Samþykkt að halda áfram með mánaðarlega fundi ferðaþjónustuaðila og þeir verði samskiptavettvangur félagsins. Einnig verður tölvupóstur notaður til samskipta við félagsmenn. Þá er minnt á óformlegan spjallvettvang ferðaþjónustuaðila í Eyjafjarsveit á Facebook.

3.    Félagatal
Farið yfir lista af ferðaþjónustuaðilum í Eyjafjaðarsveit. Samþykkt að senda út tölvupóst á þá sem eru á listanum og fá þá til að staðfesta skráningu sína í félagið. Minna á að stjórn Ferðamálafélagsins er ætlað að starfa í þágu félagsmanna.

4.    Íþróttatengd ferðaþjónusta
Farið yfir afrakstur hugarflugs KJ og Ingibjargar forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar þar sem umfjöllunarefni þeirra var hvernig væri hægt að nýta íþróttaaðstöðu sveitarfélagsins betur og laða að bæði keppnis- og æfingahópa. Stjórnin lýsir yfir ánægju sinni með þessa vinnu og felur formanni að vinna áfram að málinu með Ingibjörgu.

5.    Verkefnin framundan
a.    Farið yfir niðurstöðu hugarflugsfundar með MN varðandi mögulegar pakkaferðir í Eyjafjarðarsveit. Formanni falið að ræða við ferðaskrifstofur á svæðinu um mögulegt samstarf.
b.    Páskarnir. Sótt hefur verið um styrk til Eyþings varðandi tónlistardagskrá um páskana. Stjórnin hefur áhuga á því að setja saman dagskrá sem auglýst verður undir sameiginlegum hatti ferðaþjónustuaðila í Eyjafjarðarsveit. Hvetur hún þá sem hafa áhuga á að vera með viðburði að hafa samband hið fyrsta.

6.    Önnur mál
a.    Svar lagt fram frá Jónasi sveitarstjóra um verksvið Esterar verkefnastjóra og með hvaða hætti hún gæti aðstoðað Ferðamálafélagið í störfum sínum. Slíkar beiðnir eiga að fara í gegn um sveitarstjóra.
b.    Stjórnin samþykkir að láta endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund.
c.    Heilsutengd ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit. Formaður lagði fram samatekt sína á möguleikum á að markaðssetja Eyjafjarðarsveit sem áfangastað fyrir heilsuferðamenn, svokallaða vellíðunarferðaþjónustu. Formanni falið að ræða við sveitarfélagið um aðkomu að verkefninu.
d.    Farið yfir tillögur formanns að merki félagsins, sem er útlínuteikning af Kerlingu. Stjórnin er ánægð með afraksturinn og felur formanni að vinna merkið áfram í samræmi við athugasemdir.

Næsti stjórnarfundur boðaður miðvikudaginn 19. febrúar í Dyngjunni kl. 14.00. Minnt er á næsta fund ferðaþjónustuaðila í Félagsborg, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 10.00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.15.

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins