Sveitarstjˇrn 216. fundur

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Sveitarstjˇrn 216. fundur

216. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 12. nóvember 2002, kl. 19:30 .

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar Árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán Árnason.

 

 

1. Fundargerðir atvinnumálanefndar, 3. og 4. fundur, 24. sept. og 5. nóv. 2002
2. liður, 4. fundar. Drög að samþykktum um hunda- , katta- og gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit.
Nokkur umræða var um fyrirliggjandi drög sem verða tekin á dagskrá síðar.
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

2. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 50. fundur, 15. okt. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

3. Erindi Bylgju Sveinbjörnsdóttur, dags. 28. okt. 2002
Í erindinu er farið fram á að fá til leigu ca. 20 ferm. húsnæði í Sólgarði fyrir vinnustofu.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara um leigu á húsnæði með þeim fyrirvara að til þess geti komið að rýma þurfi húsnæðið með stuttum fyrirvara vegna óvissu um framtíð hússins.

 

4. Erindi Önnu Gunnbjörnsdóttur, leikskólastjóra, dags. 17. okt. 2002
Í erindinu er fjallað um skort á leikskólakennurum og aðgerðir til að laða þá til starfa við skólann.
Sveitarstjórn vísar til bókunar á 178. fundi, 13. febrúar 2001, sem er svo hljóðandi:

"Sveitarstjórn stefnir að ráðningu leikskólakennara í sem flestar stöður við leikskólann Krummakot og felur leikskólastjóra og sveitarstjóra að vinna að því markmiði. Til að greiða fyrir ráðningu þeirra samþykkir sveitarstjórn að leikskólakennarar njóti sömu hlunninda í húsnæðismálum og kennarar við grunnskólann. Af íbúðum sveitarfélagsins verði einni ráðstafað í þessu skyni þegar á þessu ári."

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við leikskólastjóra og leita leiða til að leysa málið þannig að af ráðningu geti orðið.

 

5. Erindi Elísabetar Skarphéðinsdóttur, f. h. skólaliða við Hrafnagilsskóla, dags. 29. okt. 2002 Í erindinu er óskað eftir endurskoðun á launum skólaliða.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur gengið inn í þá samninga sem launanefnd sveitarfélaga hefur gert við SGS og skuldbundið sig þar með til að greiða laun samkvæmt þeim samningum.
Samþykkt að vísa erindinu til launanefndar sveitarfélaga og óska eftir umsögn hennar.
Jafnframt er sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um hliðstæð störf hjá nágrannasveitarfélögum og launakjör.

 

6. Erindi frá Jóhanni Ó. Halldórssyni, Rögnvaldi Guðmundssyni og Garðari Birgissyni dags 5. nóv. 2002
Í erindinu er fjallað um sjóvarpsskilyrði í Reykárhverfi og næsta nágrenni og leiðir til úrbóta.
Sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi en frestar afgreiðslu þess til næsta fundar og óskar eftir því við bréfritara að þeir mæti til fundar við sveitarstjórn til að skýra frekar hugmyndir sínar og jafnframt hvort þessi lausn geti orðið hluti af heildarlausn fyrir allt sveitarfélagið.
Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hver kostnaður gæti verið að fá úttekt á málinu í heild sinni.

 

7. Lóðarleigusamningur um lóð undir hús á jörðinni Stekkjarflötum
J.J. vék af fundi vegna vanhæfi.
Í erindinu óska Jón Jónsson og Guðrún Steingrímsdóttir, Stekkjarflötum eftir leyfi sveitarstjórnar til að taka úr landbúnaðarnotkun lóð úr landi jarðarinnar umhverfis nýrra íbúðarhús jarðarinnar.
Erindið er samþykkt.

 

8. Minnisblað sveitarstjóra og skólastjóra Hrafnagilsskóla um málefni félagsmiðstöðvar skólans
Í minnisblaðinu er lagt til að umsýsla með starfseminni verði flutt til skólans og að málefni hennar verði á borði skólanefndar en ekki íþrótta- og tómstundanefndar eins og verið hefur.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið að kynna þessi áform fyrir formönnum skólanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.

 

9. Minnisblað sveitarstjóra um forsendur tekjuáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2003
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að senda Félagsmálaráðherra, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og Fjárlaganefnd Alþingis erindi þar sem óskað er eftir að staðið verði við fyrirheit um greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að mæta breytingum sem gerðar voru á lögum um álagningu fasteignagjalda.

 

10. Minnisblað sveitarstjóra um þjónustugjöld á árinu 2003
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt að skipa í vinnuhóp til að yfirfara það fyrirkomulag sem verið hefur á sorphirðu s.l. ár og gera tillögu um breytingar á fyrirkomulaginu ef þurfa þykir.
Í vinnuhópin voru skipaðir:
Bjarni Kristjánsson
Valgerður Jónsdóttir
Guðbjörg Grétarsdóttir

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:15


SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins