Atvinnumßlanefnd 22. fundur

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Atvinnumßlanefnd 22. fundur

22. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 20.30.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri auk Magnúsar Ásgeirssonar frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, AFE.


Dagskrá:
1. Atvinnumál, unnið með hugarflugshugmyndir
2. Önnur mál


1. Atvinnumál, unnið með hugarflugshugmyndir
Magnús hafði fært saman á blað hugmyndir sem fæddust á fundi 10. júní sl. og varða uppbyggingu atvinnulífs, möguleika og ómöguleika þeirra.  Farið var yfir þær og þær metnar með tilliti til atvinnusköpunar, fjárfestinga og raunveruleika.  Fimm hugmyndir skoruðu hæst meðal þeirra sem upphaflega var fjallað um og eru þær eftirtaldar:

1. Rafmagn í boði - smáiðnaður

* nýta það sem er TIL staðar; land/rafmagn/...
* rækta og vinna úr; hör/korn/lín/hálmur/...=> undirburður/fóðurblöndur/...
* til manneldis; korn/...

2. Melgerðismelar, nýta og bæta (flug/hestar)
* bætt og betri aðstaða ...
* óumdeilanlega sóknarfæri ...

3.-4. Heilsársgallerý, sýning og sala á handverks- og listmunum (X)
3.-4. Safnahugmynd (landnám, merkingar o.fl.)
 
* tengja sögunni í sveitinni
* tengja atburðum á Melgerðismelum
* tengja gönguleiðir

4.-5 Kristnes - markaðssetja heilbrigðistengda ferðaþjónustu
*"flytja inn fólk" til að vera þarna / skapa stemmningu
* hvers konar heilsuþjónusta / markmið / rekstrarform / ...

4.-5. Efla handverk (X)
* (X) samtengt, tekið saman í umfjöllun;
* Laufáshópurinn mjög öflugur í dag 
* handverksmenningarmiðstöð; sala/framleiðsla/miðlun/skemmtun/námskeið/...
* hafa ákveðna "kjarna"


Áframhaldandi vinna er að skoða hvað kemur helst til greina til að fylgja eftir.


2. Önnur mál
Ekki voru rædd nein önnur mál en atvinnumálin að þessu sinni.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:30.  SB ritari

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins