FÚlagsmßlanefnd 098. fundur

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

FÚlagsmßlanefnd 098. fundur

98. fundur félagsmálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra- Laugalandi fimmtudaginn 10.júní 2004, kl. 16.15

 

Mættir: Aðalheiður Harðardóttir Eygló Daníelsdóttir, Hrefna Ingólfsdóttir, Ingjaldur Arnþórsson og Ásta Pétursdóttir.

 


Dagskrá:
1. Umsókn um leyfi til að starfa sem dagmóðir í Eyjafjarðarsveit
2. Stefnuskjal Vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar
3. Umsókn um leiguhúsnæði

 

Afgreiðsla:

1. Umsókn Guðrúnar Maríu Ingvarsdóttur um leyfi til að starfa sem dagmóðir uppfyllti öll skilyrði og var samþykkt samhljóða.

 

2. Farið var yfir Stefnuskjal Vinnuskólans

Lögð var til breyting á 4. gr. þess. Hún hljóði svo: "Á starfstíma Vinnuskólans fá nemendur þrjá fræðsludaga ef því verður við komið. Um gæti verið að ræða fræðslu um umhverfismál og endurvinnslu, fræðslu um atvinnumál og réttindi og skyldur á vinnumarkaði og kynning á hættunni af vímuefnaneyslu. Einnig verður boðið upp á sameiginlega afþreyingu utan vinnutíma a.m.k. tvisvar á starfstíma skólans."
Einnig var gerð breyting á 3.gr. Hún hljóði svo: "Vinnutími er að hámarki eins og kveðið er á um í reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga. Umsjónarmaður og verkstjóri taka í sameiningu ákvörðun um vinnutíma unglinganna. Settar skulu sérstakar reglun um hegðun og framkomu, mætingu, tilkynningu forfalla/veikinda og umsóknir um leyfi, sem taki mið af því sem gengur og gerist á almennum vinnumarkaði, eftir því sem við getur átt. Verði misbrestur á veitir verkstjóri nemandanum aðvörun og lætur forráðamenn tafarlaust vita".


3. Sveitarstjóri lagði fram umsókn sem hafði borist um leiguhúsnæði á vegum sveitarinnar. Þar sem ekkert húsnæði er laust er viðkomandi settur á biðlista.

 

Fundi slitið kl. 17:30

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins