Hrafnagilshverfi IV, breyting á deiliskipulagi

Deiliskipulagsauglýsingar

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. júní 2013, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að fimm einbýlishúsalóðum á suðurmörkum hverfisins er breytt í þrjár lóðir fyrir einnar hæðar raðhús, samtals ellefu íbúðir. Tillöguna má sjá með því að smella hér og mun hún einnig liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 frá 18. júlí til 1. september 2013.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 1. september 2013.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Sveitarstjóri