Byggingarnefnd

85. fundur 12. september 2012 kl. 14:01 - 14:01 Eldri-fundur

árið 2012, þriðjudaginn 4. september, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 85. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu Grenivík, sækir um leyfi fyrir breytingu og tengibyggingu milli leikskólans að Lækjarvöllum 5 á Grenivík og bráðabirgðarhúsnæðis á lóð nr. 7. Teikningar eru frá AVH teiknistofu dags. 02.05.2012.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2. Baldur Helgason, Munkaþverárstræti 38, Akureyri, sækir um leyfi fyrir stækkun á sumarhúsi í Grundardal, á jörðinni Grund, Grýtubakkahreppi. Stækkunin felst í því að stafn verður færður fram um 2 metra, sem er lokun undir þak yfir verönd. Meðfylgjandi teikningar eru frá Steinmari H. Rögnvaldssyni, H.S.á teiknistofu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3. Margrét Pétursdóttir, Gautsstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir breytingum og endurinnréttingu á fjósi og hlöðu á jörðinni Gautsstöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Magnúsi Sigsteinssyni, dags. 15.05.2012.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4. Roar Kvam, Fossbrekku, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir að byggja sólskála við íbúðarhúsið að Fossbrekku, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 01.07.2012, verk nr. 12-203.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5. Guðmundur Gylfi Halldórsson, Breiðabóli, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir að rífa gamla íbúðarhúsið á Breiðabóli, byggt 1925 samkvæmt skráningu í fasteignamati.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6. árholt ehf, Dvergagili 1, Akureyri, sækir um leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á útihúsum á jörðinni Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi. Breytingarnar felast í því að suðurendi hússins var rifinn og er endurbyggður að hluta aftur sem orlofsíbúð, en norðurhluti nýttur sem geymslur, Meðfylgjandi eru teikningar frá H.S.á Teiknistofu, dags. 09.01.2012, verk nr. 12-1201.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. Bravó ehf, Hafnarstræti 97, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja efri hæð með 2 orlofsíbúðum á núverandi neðri hæð sem er í byggingu og einnig eru gerðar breytingar á neðri hæðinni frá áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 13.08.2012, verk nr.090602.
Byggingarnefnd getur fyrir sitt leyti samþykkt byggingu efri hæðar, með því skilyrði að öll rými neðri hæðar uppfylli byggingarreglugerð hvað birtuskilyrði varðar. Nefndin bendir m.a. á að með byggingu efri hæðar veður lokað fyrir þakglugga, og svalir sem ekki voru á upphaflegum teikningum koma til með að draga verulega úr birtu á neðri hæðinni.

8. Sigríður Lillý Baldursdóttir og Skúli Bjarnason, Funafold 52, Reykjavík, sækja um leyfi fyrir að byggja einbýlishús og bílgeymslu á lóðinni Vogar 8, Syðri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sigríði Sigþórsdóttur, dags. 20.08.2012, verk nr. 1104.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9. Ingvar Björnsson, Birkitröð, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús að Birkitröð, sem er lóð úr landi Leifsstaða, Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi teikningar eru frá teiknistofunni Form, dags. 15.06.2012.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar teikningar.

10. Gísli Hallgrímsson, Brúnalaug, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að setja niður notaðan geymsluskúr á jörðinni Brúnalaug. Meðfylgjandi eru teikningar frá Sveini Arnarssyni, dags. 03.05.2012.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

11. Sigurður K. Pálsson Arnarsíðu 4 c, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi að Hjálmsstöðum A5, Reykhúsum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Birgi ágústssyni, dags. í sept. og okt. 2011.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

12. B. Jensen ehf, Lóni, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sláturhúsið að Lóni, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 15.08.2012, verk nr. 000103.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13. Jónas þór Jónasson, Bitrugerði, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir tveimur 20 feta geymslugámum á jörðinni Bitrugerði. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 1 ár.

14. Hlíð ehf, Hraukbæ, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir að byggja vélageymslu á jörðinni Hraukbæ, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Verkfræðistofu Suðurlands ehf, dags. 21.06.2012, verk nr. 12042.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

15. þröstur þorsteinsson, Moldhaugum, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir að byggja fjós með haughúsi undir og tilheyrandi aðstöðurýmum á jörðinni Moldhaugum. Meðfylgjandi teikningar eru frá H.S.á teiknistofu, dags. 15.07.2012, verk nr. 12-1204.
Byggingarnefnd samþykkir erindið

16. Jón Gunnar Snorrason og ásdís Halldóra Hreinsdóttir, Skessugili 14, Akureyri, sækja um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð úr landi Gloppu, öxnadal. Sumarhúsið er að grunni til tvær vinnubúðaeiningar, sem setja á risþak yfir og einangra og klæða húsið að utan. Meðfylgjandi teikningar eru eftir Börk þór Ottósson, dags. 28.08.2012, vek nr. 99-121.
Byggingarnefnd samþykkir erindið með því skilyrði, að endanlegur frágangur á húsinu verði á þann hátt að það uppfylli byggingarreglugerð.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15

árni Kristjánsson  Egill Bjarnason
Sveinn Steingrímsson Hreiðar Bjarni Hreiðarsson
Hermann Jónsson  Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?