Skólanefnd

172. fundur 27. mars 2008 kl. 11:12 - 11:12 Eldri-fundur
172. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 26. mars 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Guðrún Harðardóttir, Inga Björk Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Karl Frímannsson, Aníta Jónsdóttir,

Fundargerð ritaði: Ingibjörg ösp Stefánsdóttir ,

Karl Frímannsson og Aníta Jónsdóttir mættu á fundinn kl. 21:00. Anna Gunnbjörnsdóttir vék af fundi kl. 21:50.

Dagskrá:

1. 0803036 - Skýrsla Sesselju Sigruðardóttur leikskólaráðgjafa, um deildarstarf í Krummakoti.
Anna Gunnbjörnsdóttir kynnti skýrsluna sem gefur ekki tilefni til ályktunar.

2. 0803037 - Leikskólinn Krummakot, skóladagatal 2008-2009.
Rætt um niðurröðun endurmenntunar- og fundardaga fyrir skólaárið 2008-2009. Skólanefnd leggur til breytingar á þeirri niðurröðun sem tillagan gerir ráð fyrir. Könnun verður lögð fyrir foreldra í ársbyrjun árið 2009 varðandi sumarlokun fyrir sumarið 2009. önnu Gunnbjörnsdóttur er falið að vinna málið.

3. 0803038 - Leikskólinn Krummakot - Varðandi starfslýsingu aðstoðarleikskólastjóra.
Afgreiðslu málsins frestað þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs leikskólastjóra.

4. 0803039 - Leikskólinn Krummakot - Umsókn leikskólastjóra um óbreytta deildarskipan leikskólans.
Afgreiðslu málsins frestað þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs leikskólastjóra.

5. 0803040 - Deildarstjóri á Leikskólanum Krummakoti sækir um launalaust leyfi frá 09.08-02.09.
Málinu er vísað til leikskólastjóra með hliðsjón af fyrri bókunum fundarinns.

6. 0802054 - Leikskólinn Krummakot - Beiðni um aukinn afslátt á dvalargjaldi og mötuneytiskostnaði.
Erindinu er vísað til endurskoðunar skólanefndar á gjaldskrá dvalargjalda í nóvember n.k.

7. 0803041 - Gangbrautarmál og umferðaröryggi vegfarenda við leik- og grunnskóla.
Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að hún beiti sér tafarlaust fyrir því að tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Eyjafjarðarbraut vestri við Hrafnagilsskóla og Krummakot.
Verði efnistaka úr þveráreyrum efri, vegna lengingar flugbrautar, óumflýjanleg beinir skólanefnd þeim tilmælum til sveitastjórnar að tafarlaust verði ráðist í framkvæmd við undirgöng núverandi vegar við Hrafnagilsskóla eða flutning á Eyjafjarðarbraut vestri í samræmi við gildandi aðalskipulag.

8. 0803016 - Skólamálastefna sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

9. 0803046 - Mótun fræðslustefnu sveitarfélagsins.
Karl kynnti vinnu sem hefur farið fram varðandi mótun fræðslustefnu sveitarfélagsins. Skólanefnd óskar eftir því við skólastjórnendur Grunnskóla, Leikskóla og Tónlistarskóla að þeir móti tillögu að verklagi vegna vinnu við fræðslustefnu sveitarfélagsins og skili af sér til skólanefndar fyrir 15. apríl.

10. 0803047 - Hugmyndir að aukinni samþættingu milli skólastiga.
Sigríður kynnti umræðu sem farið hefur fram varðandi aukna samþættingu á milli skólastiga. Málinu vísað til frekari kynningar á næsta fundi.

11. 0803048 - Ungt fólk 2007 - Grunnskólanemar.
Lagt fram til kynningar.

12. 0803042 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2008 - 2009.
Samþykkt.

13. 0803043 - Hrafnagilsskóli - kennsla og önnur störf, tímafjöldi 2008-2009.
Lagt fram til kynningar.

14. 0803044 - Viðbótarsamningar við kennara 2008-2009.
Skólanefnd líti svo á að heimild sé til staðar til að halda áfram á sömu forsendum fyrir skólaárið 2008-2009 og unnið hefur verið útfrá varðandi viðbótarsamninga við kennara.
Skólanefnd mun ekki taka afstöðu til þess hversu lengi verkefnið eigi að halda áfram fyrr en stöðuskýrsla liggur fyrir í maí og nýr kjarasamningur LN og Kí liggur fyrir.
ákvarðanir um frekari útfærslur á samningum kennara verða ekki teknar fyrr en að nýr kjarasamningur LN og Kí liggur fyrir.

15. 0803049 - Heimilisfræðistofa og hönnun skólalóðar.
Skólanefnd óskar eftir svörum frá sveitastjórn varðandi það hvort ákvarðanir hafa verið teknar um:
1) Hvort að heimilisfræðistofa verður innréttuð í kjallara mötuneytis á árinu 2008 ?
2) Hver er staða á hönnun skólalóðar við Hrafnagilsskóla ?16. 0803045 - Hrafnagilsskóli, mynd- og handmenntastofa.
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.
Getum við bætt efni síðunnar?