Fréttir og tilkynningar

Ræktin verður lokuð vikuna 20.-24. janúar

Í vikunni 20.-24. janúar verður ræktin lokuð vegna viðhalds og endurbóta. Stefnum á að opna aftur fyrir helgina, auglýsum það síðar.
Fréttir

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 1. febrúar 2020

Laugardaginn 1. febrúar verður hið margrómaða þorrablót sveitarinnar haldið í íþróttahúsinu á Hrafnagili – þá verður GAMAN. Matur, grín og glens. Miðaverð 8.500.- Sigurgeir Hreinsson stýrir borðhaldi með stæl, hinir ýmsu nefndarmenn stíga á stokk. Danshljómsveit Friðjóns sér um dansinn. MÆTUM SEM FLEST, NEYTUM OG NJÓTUM!!! Miðapantanir og -sala auglýst síðar. Nefndin
Fréttir

Flottur hópur ferðaþjónustuaðila heldur á sýningu í Kópavogi

Alls fara níu fyrirtæki úr Eyjafjarðarsveit á ferðasýninguna Mannamót Markaðsstofanna sem haldin er í Kórnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag. Verður sveitin því vel áberandi á þessum mikilvæga vettvangi.
Fréttir

Lámarksþjónusta vegagerðar í dag en skólabílar eiga að komast leiða sinna

Leiðinda veður er í dag og fer frekar versnandi fram til klukkan 18, með aukinni úrkomu. Víða skefur þannig að það torveldur umferð minni bíla sérstaklega. Vegagerðin er með lágmarksþjónustu framan miðbrautar þar til veðri slotar en þó er stefnt á að moka þannig að skólabílar komist leiða sinna. Næstu nótt verður síðan mokað betur þegar veður hefur gengið niður og ættu allir að komast leiða sinna að morgni miðvikudags.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir