Fréttayfirlit

Vetarlokun safnsins frá og með 15. sept.-15. maí.

Nú fer senn að líða að vetrarlokun Smámunasafnsins. Safnið lokar fyrir veturinn þann 15. september. Yfir vetrartímann er hópum velkomið að heimsækja safnið í samráði við forstöðukonu þess. Forstöðukona safnsins er Berglind Mari Sími 699-8474 / smamunir@esveit.is Einnig má hringja í Sigríði Rósu Sími 898-5468
03.09.2014

Spákonukaffi

Laugardaginn 23. ágúst verður spákona stödd á kaffihúsi Smámunasafnsins og mun spá í bolla og tarot fyrir áhugasama frá kl. 14:00 til 16:00. Verið velkomin í spennandi heimsókn! Opið alla til 15. sept. frá kl. 11-17.
19.08.2014

Íslenski safnadagurinn 2014

Sunnudaginn 13 júlí verður Íslenski safnadagurinn. Þá verður tveir-fyrir-einn af aðgangseyri í Smámunasafnið. Safnið verður opið frá kl. 11-17. Leikfangasýningin Barnagull verður í safninu í allt sumar. Á kaffihúsi Smámunasafnsins fást vöfflur og súkkulaðikökusneiðar að hætti kvenfélagskvenna, ásamt rjúkandi kaffi. Verið hjartanlega velkomin!
08.07.2014

Smámunasafnið OPNAR 15. maí næstkomandi

Vorið er komið og grundirnar gróa, og senn opnar Smámunasafnið á ný, nánar tiltekið þann 15. maí n.k. Opnunartími safnsins er sá sami og í fyrra; opið frá kl. 11:00 til kl. 17:00 á daginn. Við vonumst til að sjá þig í sumar! Sólarkveðjur, starfsfólk safnsins.
06.05.2014

Eyfirski safnadagurinn 2014

Eyfirski safnadagurinn 2014 verður laugardaginn 3. maí n.k. OPIÐ verður á flestum söfnum í Eyjafirði og nágrenni kl. 13-17. Smámunasafn Sverris Hermannssonar er þátttakandi í deginum og verður safnið því opið gestum og gangandi - ENGINN AÐGANGSEYRIR. Þema dagsins verður HANDVERK. ''Engir tveir hlutir í heiminum eru eins'' - Ýmis áhöld, verkfæri og gripir úr eigu húsasmíðameistarans Sverris Hermannssonar verða til sýnis. Verið velkomin í forvitnilega heimsókn!
30.04.2014

Sumardagurinn fyrsti - Gleðilegt sumar!

Opið verður á Smámunasafninu á sumardaginn fyrsta kl. 13-18. Sönn fjölskyldustemning! Húlahringir, krítar og sippubönd - veturinn blásinn burt með sápukúlum! Ratleikurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað. Verið hjartanlega velkomin í heimsókn! Gleðilegt sumar!
24.04.2014

Opið um páskana

Smámunsafnið verður opið kl. 14-17 alla páskana. Kaffihús safnsins verður einnig opið, þar verða til sölu nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma. Verið velkomin til okkar í eggjaleit!
17.04.2014