Fréttayfirlit

Eyfirski safnadagurinn 2014

Eyfirski safnadagurinn 2014 verður laugardaginn 3. maí n.k. OPIÐ verður á flestum söfnum í Eyjafirði og nágrenni kl. 13-17. Smámunasafn Sverris Hermannssonar er þátttakandi í deginum og verður safnið því opið gestum og gangandi - ENGINN AÐGANGSEYRIR. Þema dagsins verður HANDVERK. ''Engir tveir hlutir í heiminum eru eins'' - Ýmis áhöld, verkfæri og gripir úr eigu húsasmíðameistarans Sverris Hermannssonar verða til sýnis. Verið velkomin í forvitnilega heimsókn!
30.04.2014

Sumardagurinn fyrsti - Gleðilegt sumar!

Opið verður á Smámunasafninu á sumardaginn fyrsta kl. 13-18. Sönn fjölskyldustemning! Húlahringir, krítar og sippubönd - veturinn blásinn burt með sápukúlum! Ratleikurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað. Verið hjartanlega velkomin í heimsókn! Gleðilegt sumar!
24.04.2014

Opið um páskana

Smámunsafnið verður opið kl. 14-17 alla páskana. Kaffihús safnsins verður einnig opið, þar verða til sölu nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma. Verið velkomin til okkar í eggjaleit!
17.04.2014