Fréttayfirlit

Íslenski safnadagurinn 2014

Sunnudaginn 13 júlí verður Íslenski safnadagurinn. Þá verður tveir-fyrir-einn af aðgangseyri í Smámunasafnið. Safnið verður opið frá kl. 11-17. Leikfangasýningin Barnagull verður í safninu í allt sumar. Á kaffihúsi Smámunasafnsins fást vöfflur og súkkulaðikökusneiðar að hætti kvenfélagskvenna, ásamt rjúkandi kaffi. Verið hjartanlega velkomin!
08.07.2014