Fréttayfirlit

Skottsala & spákona á Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Stúlkurnar á Smámunasafninu ætla að halda skottsölu laugardaginn 23. júlí næstkomandi, þar sem sveitungar opna skott sín og selja ýmsann varning.
22.07.2016

Skottsala & spákona á Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Stúlkurnar á Smámunasafninu ætla að halda skottsölu laugardaginn 23. júlí næstkomandi, þar sem sveitungar opna skott sín og selja ýmsann varning.
22.07.2016

Opið í dag jafnt sem aðra daga frá 11-17 :)

Við stúlkurnar á Smámunasafninu erum að sjálfsögðu með opið í dag jafnt sem aðra daga. Heitt er á könnunni og vöfflujárnið er rjúkandi heitt.
26.06.2016

Sumaropnun Smámunasafnsins hafin

Sumaropnun Smámunasafnsins er hafin. Við stúlkurnar á Smámunasafninu höfum opnað safnið og er það opið fram til 15.september næstkomandi. Við erum með opið alla daga frá klukkan 11:00 - 17:00. Við hlökkum til að sjá ykkur á Smámunasafni Sverris Hermannsonar.
21.05.2016

Smámunasafnið opið á Sumardaginn fyrsta ásamt mörgum ferðaþjónustuaðilum í sveitinni

Smámunasafnið verður opið milli kl. 13 og 17 á Sumardaginn fyrsta sem er jafnframt Eyfiski Safnadagurinn. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið og hægt verður að kaupa ljúffengar vöfflur og ilmandi kaffi á kaffistofunni. Slagorð dagsins er "hvað stóð á tunnunum?" kynning verður á því hvernig síldartunnur voru merktar. Verið hjartanlega velkomin .
20.04.2016