Fréttayfirlit

Smámunasafnið opið á Sumardaginn fyrsta ásamt mörgum ferðaþjónustuaðilum í sveitinni

Smámunasafnið verður opið milli kl. 13 og 17 á Sumardaginn fyrsta sem er jafnframt Eyfiski Safnadagurinn. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið og hægt verður að kaupa ljúffengar vöfflur og ilmandi kaffi á kaffistofunni. Slagorð dagsins er "hvað stóð á tunnunum?" kynning verður á því hvernig síldartunnur voru merktar. Verið hjartanlega velkomin .
20.04.2016