Fréttayfirlit

Pönnukökudagur á Smámunasafninu

Laugardaginn næsta, 16. september, verður hinn árlegi pönnuköku- og markaðsdagur á safninu milli kl. 13:00 og 17:00. Er þetta jafnframt síðasti opnunardagur hjá okkur þetta sumarið. Leiðsögn verður um Saurbæjarkirkju milli kl. 14:00 og 17:00. Ýmsir aðilar verða með vörur sínar til sölu t.d. grænmeti, kex, sultur, kort, dagatöl, smá dót og fl. Ath. það er ekki posi á markaðnum. Að sjálfsögðu verðum við með ljúffengar pönnukökur í ýmsum útgáfum og heitt á könnunni á Kaffistofunni. Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.
14.09.2017

Opnunardagar í september 2017

Lokað verður fimmtudaginn 7. september. Opið verður á föstudaginn 8. september milli kl. 13:00-17:00. Dagana 9.-16. september verður opið milli kl. 11:00-17:00. Síðasti opnunardagur haustsins verður laugardagurinn 16. september, nánar auglýst síðar.
05.09.2017
Fréttir

Smámunasafnið lokað 23.-24. ágúst vegna óviðráðanlegra orsaka

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Smámunsafn Sverris Hermannssonar lokað miðvikudag og fimmtudag 23. og 24. ágúst. Opnum aftur á föstudaginn 25. ágúst kl. 11:00-17:00.
23.08.2017
Fréttir

Hátíð á Smámunasafninu sunnudaginn 30. júlí 2017

14 ára afmæli Smámunasafnsins, 50% afsláttur af aðgöngumiðum, glæsilegt kaffihlaðborð að hætti kvenfélagsins Hjálparinnar, leiðsögn um Saurbæjarkirkju og flóamarkaður í bílskúrnum.
28.07.2017

Eyfirski safnadagurinn 2017

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun, sumardaginn fyrsta. Opið er á Smámunasafninu frá kl. 13-17 og frítt er inn.
19.04.2017

Páskaopnun safna við Eyjafjörð

Smámunasafn Sverris Hermannssonar verður opið alla páskana milli kl. 13-17. Páskaeggjaleit verður alla dagana á safninu.
12.04.2017