Fréttayfirlit

Gestir á Smámunasafninu

Á morgun, laugardaginn 18. maí koma á safnið góðir gestir, þeir John Bodinger sem er dósent í mannfræði við Susquehanna háskóla í Bandaríkjunum og Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
17.05.2019

Sumaropnun Smámunasafnsins

Fimmtudaginn 16. maí hefst sumaropnunin á Smámunasafninu. Eins og undanfarin ár verður opið daglega frá kl. 11-17. Á Kaffistofunni eru til sölu ljúffengu sveitavöfflurnar með heimagerðu sultutaui og ekta rjóma ásamt úrvali drykkja. Í Smámunabúðinni er til sölu úrval af handverki og hönnun héðan úr Eyjafjarðarsveit. Sjón er sögu ríkari.
14.05.2019