Um safnarann

Sverrir Hermannsson hśsasmķšameistari fęddist 30. mars 1928. Hann er Innbęingur en žaš kallast žeir sem eru fęddir og uppaldir ķ gamla innbęnum į

Um safnarann

Sverrir Hermannsson

Sverrir Hermannsson húsasmíðameistari fæddist 30. mars 1928. Hann er Innbæingur en það kallast þeir sem eru fæddir og uppaldir í gamla innbænum á Akureyri. "Sverrir hefur á sinni löngu og farsælu starfsævi komið víða við í fagi sín en þekktastur hefur hann orðið fyrir endurbyggingu og viðgerðir gamalla húsa. Þar má nefna Laxdalshúsið og Nonnahús á Akureyri og ófáar eru þær kirkjurnar sem hann hefur farið smiðshöndum sínum um. Það þarf því engan að undra þótt trésmíðaverkfæri af ýmsu tagi séu fyrirferðamikil í safni hans enda er þar að finna fágætt úrval þeirra. Það má rekja þróunarsögu hamra, hefla, hjólsveifa og annarra tækja og tóla, sem tengjast trésmíðinni allt frá því á síðari hluta nítjándu aldar til dagsins í dag.

Sverrir hefur einnig safnað áhöldum sem lúta að eldsmíði og járnsmíði og segja má að verkfæri af ólíklegasta uppruna séu aðall safnsins." (Úr fréttatilkynningu í tengslum við opnun safnsins) Sverrir varðveitti sjálfur safngripi sína í húsakynnum sínum að Aðalstræti 38 á Akureyri þar til á vormánuðum árið 2003 er hann og Auður Jónsdóttir kona hans færðu Eyjafjarðarsveit safn sitt að gjöf. Í bréfi sem Sverrir senda sveitarstjórn á haustmánuðum 2002 lýsir hann fjölbreytileika safnsins svo: "Ég undirritaður hef alla mína starfsævi unnið við smíðar og ekki síst endurgerð gamalla húsa og bygginga. Í starfi mínu hef ég haldið til haga ýmsum hlutum og minjum, sem með ýmsum hætti tengjast þessu ævistarfi mínu. Þannig hafa mér safnast verðmæti sem m.a. sýna þróun byggingarsögunnar allt frá nítjándu öldinni og fram á þennan dag.

Safnið er mikið að vöxtum og fjölbreytt þar sem finna má smíðaverkfæri og áhöld frá fyrrnefndu tímabili, heimilistæki ýmiss konar, hluti sem tengjast rafiðnaði og rafllögnum í hús, vatnslögnum og ótalmörgu fleiru. Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðahúna." Eyjafjarðarsveit fann safninu stað í Sólgarði sem átti vel við þar sem Sverrir hafði á uppvaxtarárum sínum dvalist um lengri eða skemmri tíma á ýmsum bæjum þar í nágrenninu.

Svęši

Smįmunasafniš

Sólgarši
Eyjafjaršarsveit
601 Akureyri
Sķmar: 463-1261 og 898-5468
Email: smamunasafnid@esveit.is 
Facebook: Smįmunasafn Sverris Hermannssonar