Námskeið hjá Knut Östgård

Námskeið í tengslum við Handverkshátíð 2017
Þema Handverkshátíðar 2017 er tré. Við munum gera okkar ástkæra tré hátt undir höfði og höldum hátíð trésins. Sænski heimilisiðnaðarráðunauturinn Knut Östgård ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni.
Knut er okkur af góðu kunnur og hefur útvegað Handverkshátíðinni sérfræðinga í þjóðlegu handverki í gegnum tíðina. Hann hefur unnið sem heimilisiðnaðar¬ráðu-nautur í 27 ár, haldið fjöldann allan af námskeiðum, gert fræðslumyndbönd, gefið út bækur og staðið fyrir sýningum og verkefnum sem hafa farið um öll norðurlöndin.
Knut ætlar að halda tvö námskeið og okkur finnst sérstaklega gaman að kynna aftur til leiks námskeiðahald í tengslum við Handverkshátíð. Gott og gaman að endurtaka það sem vel var gert hér á árum áður :-)

TVÖ NÁMSKEIÐ Í BOÐI – FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR!

Námskeið 1 - skeiðar (Skedar)
14.-17. ágúst kl. 10-12.30
Verð kr. 15.000

Námskeið 2 – Burkar
14.-17. ágúst kl. 13.30-16
Verð kr. 15.000

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeið hjá Knut, vinsamlega senda tölvpóst á handverk@esveit.is.

Hér má sjá myndband af Knut að störfum.