Bóndi

Rétt norðan við Kerlingu stendur Bóndi. Gangan byrjar í Reykárhverfi við Hrafnagil, rétt norðan við Reyká. Gengið er upp með ánni og upp að girðingu sem farið er yfir. Þar er stikum fylgt sem geta verið ógreinilegar á köflum. Úrbætur eru þó fyrirhugaðar á þessu svæði. Leiðin er falleg og útsýnið stórkostlegt.

Vegalengd: 12 km
Hækkun: 1300 m
Erfiðleikastig: 4/5
Lýsing á gönguleið: kindagötur. Stikuð leið að hluta.
Uppgöngustaður: Reykárhverfi við Hrafnagil.

Síðast uppfært 26. september 2025
Getum við bætt efni síðunnar?