
Brekkufjall stendur fyrir ofan bæinn Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit. Gengið er upp heimreiðina og að fjallsgirðingu. Best er síðan að halda sig á kindagötum nálægt gilinu þangað til það tekur að beygja suður. Síðan er gengið upp á topp, hverja öxlina á fætur annarri. Gangan getur verið krefjandi þegar ofar er komið. Þar tekur við brött uppganga á fjallsegginni og er gott að notast við göngustafi á þessum kafla. Þegar upp er komið úr mesta brattanum er gengið ofan á fjallinu að hæsta punkt sem heitir Tröllshöfði og hann er í 1037 m hæð. Útsýnið út Eyjafjarðardal er undurfagurt úr þessari hæð.
Vegalengd: 10 km
Hækkun: 900 m
Erfiðleikastig: 3-4
Lýsing á gönguleið: kindagötur.
Uppgöngustaður: Við Gullbrekku.

Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin