
Við Eyjafjarðarbraut Eystri mætast tveir fallegir fossar, Goðafoss og Mjaðmárfoss, í stórbrotnu gili Þverár og má líta fossana augum með því að ganga upp með gljúfrinu í innan við fimm mínútur frá veginum. Í gljúfrinu má einnig finna leyfar gamallar virkjunnar.
Neðan brúar er vinsæll staður hjá klifurfólki sem sækir klettana reglulega heim bæði að sumri og vetri en ísmyndun á svæðinu er mikil og getur verið einstaklega falleg.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin