Hestur

Hestur er hæsti punktur á Hvassafellsfjalli. Hann stendur í 1207 m hæð og er með hærri toppum í Eyjafjarðarsveit. Þetta fjall er fyrir lengra komna þar sem um mikinn bratta er að ræða. Gengið er frá Ystagerðisrétt og með fram ánni að fjallsgirðingu. Gengið er eftir egginni alla leið á topp. Nálægt toppinum þarf að klöngrast í grjóti og mögulega nota hendur til að styðja sig við. Þó lýsingarnar hljómi ekki girnilegar þá er gangan mjög skemmtileg fyrir vant fólk og útsýnið algjörlega magnað af toppnum.

Vegalengd: 8 km
Hækkun: 1000 m
Erfiðleikastig: 4-5
Lýsing á gönguleið: kindagötur, gras og þúfur.
Uppgöngustaður: Við Ystagerðisrétt.

Síðast uppfært 26. september 2025
Getum við bætt efni síðunnar?