
Hólafjall stendur tignarlegt milli Sölvadals og Eyjafjarðardals. Gangan byrjar á gömlum vegaslóða. Gengið er eftir honum áleiðis upp að fjallsgirðingu þar sem farið er yfir. Síðan er gengið upp á fyrstu öxlina. Þar blasir toppurinn við með gönguleið sem er örlítið brött en vel fær. Gott er að hafa með sér göngustafi bæði fyrir uppgöngu og niður aftur. Hólafjall er perla sem flestir ættu að gera sér ferð á. Útsýnið af toppnum er frábært inn og út Eyjafjarðadalinn ásamt góðri yfirsýn yfir Hólavatn, Leyningshóla og inn í Villingadal.
Vegalengd: 8 km
Hækkun: 800 m
Erfiðleikastig: 3-4
Lýsing á gönguleið: kindagötur og vegaslóði.
Uppgöngustaður: Á hæðinni austan við Gnúpufell.

Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin