Hrafnagilsstígur

Hjóla- og göngustígurinn milli Hrafnagilshverfis og Akureyrarbæjar er frábær til útiveru. Hann er þægilegur yfirferðar og við hann má finna skemmtileg upplýsingaskilti og fígúrur sem ábúendur á Hvammi hafa komið snyrtilega fyrir á leiðinni fyrir vegfarendur til að njóta. 

Stígurinn sjálfur er um sjö kílómetra langur frá bílastæðinu við Hvamm en staðsetningu þess má finna á slóðinni hér. 

Síðast uppfært 26. september 2025
Getum við bætt efni síðunnar?