Kerling

Kerling er 1536 m á hæð og er einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar. Gangan er löng og ströng og ætti enginn að ganga þarna nema með leiðsögn eða vönum fjallagörpum. Þegar ofar tekur þarf að fara yfir jökul sem er ansi sprunginn á köflum.
Lagt er af stað frá Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit rétt norðan við Finnastaðaá og gengið með fram henni áleiðis upp eftir og beygt í norður að jöklinum þegar Lambá nálgast. Farið yfir jökulinn á öruggum stað, en það getur verið breytilegt milli ára hvar best er að fara. Útsýnið frá Kerlingu er engu líkt og sérstaklega á góðviðrisdögum þegar sólin er hátt á lofti. Í góðu skyggni sést alla leið til Herðubreiðar.

Vegalengd: 15 km
Hækkun: 1500 m
Erfiðleikastig: 5/5
Lýsing á gönguleið: kindagötur, melur, grjót og jökull.
Uppgöngustaður: Við Finnastaði.

Síðast uppfært 26. september 2025
Getum við bætt efni síðunnar?