
Þingmannahnjúkur stendur rétt suður af Skólavörðu. Leiðin er stikuð, gangan er þægileg og nokkuð aflíðandi.
Skilti er við upphaf leiðarinnar en ekki bílastæði og þarf því að gæta þess að leggja vel út í vegarkanti. Fyrsti hluti leiðarinnar er norðan við lítið gildrag en fljótlega er sveigt aðeins til hægri. Eftir tæpan kílómetra tekur leiðin áberandi sveig til hægri og eftir það fer brattinn að aukast upp hlíðina. Eftir röskan kílómetra til viðbótar er komið á gamlan vegarslóða sem liggur upp undir sjálfan hnjúkinn. Leiðin er all vel stikuð, telst okkuð þægileg fjallganga og við flestra hæfi.
Vegslóðinn sem birtist þegar ofar kemur er hluti af gömlu Þingmannaleiðinni sem nær yfir Vaðlaheiði og kemur niður hjá Systragili í Fnjóskadal.
Vegalengd: 6,5 km
Hækkun: 600 m
Erfiðleikastig: 2
Lýsing á gönguleið: kindagötur, tún og vegslóði. Stikað
Uppgöngustaður: Við afleggjara upp að Eyrarlandi á Veigastaðavegi.
Lengdu leiðina ef þú vilt: Gakktu til norðurs í átt að Skólavörðu og farðu niður stíginn, sem er stikaður. Síðan er gengið eftir Vaðlaheiðarvegi niður að bíl aftur. Um 10 km hringur.
Nánari upplýsingar má finna á hlekknum hér yfir á vef Ferðamálastofu

Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin