Fréttayfirlit

HUGVITSAMLEG HÖNNUN

 -         Verðlaunaafhending samkeppninnar Þráður fortíðar til framtíðar fór fram á handverkshátíðinni í Hrafnagili síðastliðinn Laugardag. Mikil gróska í íslenskri hönnun að mati dómnefndar.


Álfheiður Björg Egilsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „fatnaður“ fyrir kraga og Sigurlína Jónsdóttir fékk fyrstu verðlaun í „opnum flokki“ fyrir prjónað áklæði á hjólahnakka. Að mati dómnefndar báru tilnefningar í báðum flokkum vott um þá miklu grósku sem er í íslenskri hönnun í dag. „Verðlaunatillögurnar voru fremstar meðal jafningja og þóttu snjallar, nýstárlegar og í takt við tíðarandann“, segir Ester Stefánsdóttir, framkvæmdarsstjóri Þráður fortíðar til framtíðar en keppnin hvar haldin í fyrsta skipti í ár.


 
Hátt í átta þúsund manns sóttu sýningu sem sett var upp í tengslum við samkeppnina. „Auk þess að skapa farveg fyrir þann gríðarlega fjölda sem er að skapa verk úr íslenskri ull og verðlauna þá er skara fram úr á því sviði er samkeppnin ekki síður mikilvæg til að skapa tengsl milli framleiðenda og hönnuða en á laugardeginum gafst þeim aðilum tækifæri til að hittast og ráða ráðum sínum. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa þegar sýnt nokkrum hlutum á sýningunni áhuga með framleiðslu í huga,” segir Ester sem er sannfærð um að sá vettvangur sem hönnunarsamkeppnin Þráður fortíðar til framtíðar skapar sé nauðsynlegur hluti verðmætasköpunar í ullariðnaði.


 Meginmarkmið samkeppninnar er að vekja athygli möguleikum íslensku ullarinnar þegar kemur að handverki og hönnun en hún er haldin í samvinnu við Dórótheu Jónsdóttur framkvæmdastýru Handverkshátíðarinnar að Hrafnagili, Landsamtök sauðfjárbænda, Ístex hf., Glófa ehf., Sauðfjárræktarfélag Hólasóknar í Eyjafirði og Sauðfjárrækarfélagið Frey. Dómnefnd keppninnar var skipuð þeim Védísi Jónsdóttur frá Ístex, Loga A. Guðjónssyni frá Glófa ehf., Birgi Arasyni frá Félagi sauðfjárbænda í Eyjafirði, Sveinu Björk Jóhannesdóttur textílhönnuði og Jenný Karlsdóttur útgefanda Munsturs og menningar.


Meðfylgjandi eru myndir af vinningsverkunum og verðlaunahöfunum.

Vinningshafar: Sigurlína Jónsdóttir (t.v.) og Álfheiður Björg Egilsdóttir (t.h.)

 


14.08.2009

20 þúsund heimsóknir á Handverkshátíð

Eftir mánudag á Handverkshátíð hafa heimsóknir á hátíðina farið nærri 20 þúsund sem má telja algert aðsóknarmet.  Bros á hverju andliti í blíðskaparveðri skapaði einstaka stemningu. 

13.08.2009

Metaðsókn á Handverkshátíð

 Hátíðin er opin í dag mánudag kl. 12-19.

Metaðsókn var á hátíðina um helgina því 15.000 manns hafa sótt hátíðina heim. 

Bros á hverju andliti í 20 stiga hita og sól hefur skapað frábæra stemningu á hátíðarsvæðinu.

Hönnunarsamskeppni um nýsköpun í ullarvörum var í tengslum við sýninguna og þá þótti við hæfi að sýna rúning á ullinni.  Birgir Arason rúningsmaður sýnir daglega vélrúning og fékk til liðs við sig konur í sveitinni með rokkinn og sátu þær við spuna. 

Margt er um óvenjulegt hráefni á svæðinu sem hefur vakið eftirtekt.  Tískusýningar, fyrirlestrar og námskeið krydda dagskrána í hvívetna.

Að þessu sinni er staðið að hátíðinni á annan máta en hefur verið því öll félögin í sveitinni hafa lagt hönd á bagga.  Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, þrjú kvenfélög, Ungmennafélagið Samherjar og Hjálparsveitin Dalbjörg ásamt gríðarlegum fjölda tónlistarfólks og skemmtikrafta, allt fólk sem tengist Eyjafjarðarsveit á einn eða annan hátt. 

Handverkskona ársins 2009 var verðlaunuð á kvöldvöku í gær og þann titil hlaut Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir handverkskona með meiru.

Hátíðin er vel heppnuð í alla staði og í dag mánudag milli 12-19. 10.08.2009

Handverkshátíð 2009

Handverkshátíð 2009 – 7.-10.ágúst
Opið föstudag til mánudags kl 12-19
 • Yfir 100 sýnendur
 • Hönnunarsamkeppni – Þráður fortíðar til framtíðar
 • Tískusýningar
 • Fyrirlestur “Jurtalitun fyrr og nú”
 • Rúningur
 • Yfirlitssýning hjá Félagi aldraðra Eyjafirði 
 • Verksvæði handverksmanna
 • Krambúð
 • Námskeið
 • Kvöldvaka
 • Myndlistarsýning undir berum himni
 • Laufáshópurinn
 • Heimilisiðnaðarfélagið
 • Kvenfélagasamband Íslands
 • VélasýningKORTIÐ TIL ÚTPRENTUNAR

Handverkskveðja,

Dóróthea Jónsdóttir,  

www.handverkshatid.is
 

s. 864-3633

03.08.2009