Fréttayfirlit

Handverkshátíð með óhefðbundnu sniði og í samstarfi við Matarstíg Helga magra

Stjórn og aðstandendur Handverkshátíðar hefur tekið ákvörðun um að hátíðin muni fara fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna óvissu um áhrif heimsfaraldurs. Handverkshátíð og Matarstígur Helga magra hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit.
27.04.2021
Fréttir Handverkshátíð

Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit frestað til 2021

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 faraldursins hefur stjórn Handverkshátíðarinnar í samvinnu við aðildarfélög ákveðið að fresta hátíðinni fram til ársins 2021. Ákvörðunin var tekin að vel ígrunduðu máli í samráði við helstu samstarfsaðila. Ákvörðunin var erfið en nauðsynleg í ljósi aðstæðna og útgefinna leiðbeininga um samkomur. Undirbúningur er hafinn að Handverkshátíð 2021.
28.04.2020
Handverkshátíð

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2020. Nú þegar hafa borist fjölmarkar umsóknir svo það er ljóst að Hátíðin í haust verður spennandi og fjölbreytt. Árlega sækja 10-15 þúsund gestir Handverkshátíðina á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Handverkshátíðin 2020 er ein rótgrónasta hátíð landsins og verður hátíðin í ár sú 28. í óslitinni röð frá upphafi. Hátíðin hefur heldur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og árið 2019 voru yfir 120 sýnendur og ljóst er að mikil gróska er í íslensku handverki og hönnun.
17.03.2020
Fréttir Handverkshátíð

Handverkshátíð 2020

Opnað verður fyrir umsóknir um þáttöku á Handverkshátíð í Hrafnagili 2020 um miðjan mars.
06.03.2020
Handverkshátíð

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Handveskrshátíðina í Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit 2019. Þetta mun vera 27. hátíðin frá upphafi og hefur hún verið afar vinsæl hjá handverksfólki hingað til og stundum hafa færri komist að en vilja. Því er um að gera að sækja sem fyrst um þáttöku. Hátíðina sækja 10-15 þúsund manns árlega og er Handverkshátíðin því frábær vetvangur fyrir handverksfólk og hönnuði til að kynna sig og selja vörur sínar.
13.03.2019

Framkvæmdastjórn Handverkshátíðar í höndum Duo.

Stjórn Handverkshátíðar hefur gengið til samnings við fyrirtækið DUO. um framkvæmdastjórn Handverkshátíðar en að fyrirtækinu standa þær Kristín Anna Kristjánsdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir.
01.02.2019

Handverkshátíðin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra

Handverkshátíðin leitar eftir áhugasömum aðila til að gegna stöðu framkvæmdarstjóra. Leitað er eftir aðila sem hefur mikinn áhuga á málefnum Handverkshátíðarinnar og hefur áhuga á að taka verkefnið að sér til lengri tíma.
18.12.2018

Verðlaunahafar Handverkshátíðar 2018

Á opnunarhátíðinni á föstudagskvöldið 9. ágúst tilkynnti dómnefnd hátíðarinnar þrjá verðlaunahafa. Verðlaun voru veitt fyrir fallegasta bás ársin, nýliða ársins og handverksmann ársins.
10.08.2018

Beint frá býli - kauptu ferskar vörur beint frá býli - 10 ára afmæli

Beint frá býli - kauptu ferskar vörur beint frá býli - 10 ára afmæli Félagið Beint frá býli verður þáttakandi á Bændamarkaðinum á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarasveit 2018. Félagið var stofnað árið 2008 og heldur því upp á 10 ára afmæli í ár.
06.08.2018

Opnunarkvöld Handverkshátíðarinnar 2018

Í ár verður fyrirkomulagið á kvöldvökunni aðeins með breyttu sniði. Hún verður haldin á fimmtudagskvöldinu 9. ágúst, en ekki föstudagskvöldinu eins og undanfarið og hvetjum við því alla til að skella sér inn á Davík á fiskisúpukvöld á föstudeginum. Kvöldvakan verður tileinkuð sýnendum hátíðarinnar í ár, en allir velkomnir ef þeir vilja.
02.08.2018